Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 163
162
Rudyard Kipling og Sir Arthur Conan Doyle“.73 Engu að síður hefur James
Oliver Curwood, rétt eins og dýrasögugeirinn sem hann sérhæfði sig í, nán-
ast horfið af sjónarsviðinu, fyrir utan stutta endurkomu í tengslum við kvik-
myndaaðlögunina á The Grizzly King í leikstjórn Jean-Jacques Annaud.
Velta má upp nokkrum ástæðum fyrir því að höfundar á borð við
Curwood og vinsælu dýrasögurnar þeirra hafi smátt og smátt horfið. Ein
ástæðan tengist víðara samhengi umræðunnar um réttindi dýra í samfé-
laginu, bæði í Evrópu og N-Ameríku. Málefni dýra voru í mikilli upp-
sveiflu á nítjándu öldinni, en heimsstyrjaldirnar tvær og nýjar hæðir þján-
inga og mannvonsku sem komu fram á þeirri tuttugustu færðu málefni dýra
neðar á listann. Stóru dýraverndunarfélögin héldu velli, en sú fjölbreytta
umræða sem hafði kviknað á nítjándu öldinni einkenndist af algjörri logn-
mollu. Ákveðin endurvakning hófst á Englandi á sjöunda áratugnum, með
tilkomu róttæka aktivistahópsins Samtök spellvirkja gegn veiðum (Hunt
Saboteurs Association, stofnuð 1963 og enn virk) sem leiddi til nýrrar bylgju
í umræðunni um sjónarmið dýra á áttunda áratugnum; í kjölfar stofnunar
umbótaflokks enska dýraverndunarsambandsins (RSPCA Reform Group)
árið 1970 og Miskunnarhópsins (Band of Mercy) árið 1972, sem átti síðar
eftir að mynda grunninn að hinum alræmdu „samtökum“ frelsunarsinna,
Animal Liberation Front, sem enn eru virk. Mikilvægustu framlög sjöunda
og áttunda áratugarins voru þó tímamótaritin Animal Machines (1964)
eftir Ruth Harrison (sem svipti dulunni af verksmiðjubúskap) og Animal
Liberation (1975) eftir Peter Singer, en saman færðu þau málefni dýra aftur
inn í fræðilega og heimspekilega umræðu, ásamt því að ná hljómgrunni
meðal almennings. Vaxandi áhugi á sjónarmiði dýra kemur skýrt fram í
yfirlitsritinu Keyguide to Information Sources in Animal Rights (1989) eftir
Charles R. Magel, sem ræðir um útgefin rit frá öllum öldum sem taka á
einn eða annan hátt þátt í umræðunni um samband manna og dýra. Bókin
er ekki hugsuð sem fullkomið yfirlit, heldur sem ritaskrá í tímaröð um
bæði minni og meiri meiri háttar varnarrit um málstað dýra eða rit sem
eru sagnfræðilega mikilvæg þegar réttindi dýra eiga í hlut,74 eins og Magel
kemst að orði í inngangi sínum. Bókin telur 84 verk, allt frá Ummyndunum
Óvíðs til forna og fram til ritgerðasafns George Bernhards Shaw um kvik-
73 Hepler, John, „Michigan’s Forgotten Son – James Oliver Curwood“, bls. 25.
74 Charles R. Magel, Keyguide to Information Sources in Animal Rights, London: Mansell
Publishing, 1989, bls. xi.
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON