Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 165
164
allra góðra dýrasagna – mátt sem getur hjálpað okkur að hugsa út fyrir
okkar eigin mennsku sjálfhverfu með því að ímynda okkur huglæg sjón-
armið annarra tegunda. Á hátindi sínum er dýrasagan þörf áminning um
að við erum ekki ein í heiminum og þótt það kunni stundum að virka svo,
þá er hið mennska sjónarmið ekki það eina sem skiptir máli.
ú T D R Á T T U R
Raunsæisdýr og náttúruvísindaskáldskapur:
Dýrasagan í eftirmálum darwinismans
Dýr í bókmenntum eru iðulega tengd táknfræði eða allegóríum og standa þann-
ig fyrst og fremst fyrir eitthvað annað en sjálf sig. Í þessari grein færir höfundur
rök fyrir gildi bókstaflegs lesturs á dýrasögum, með því að skoða lítt þekktan geira
raunsæislegra dýrasagna. Slíkar sögur voru vinsælar eftir skrif Darwins um innra
líf annarra dýrategunda og birtust á síðari hluta nítjándu aldar sem nokkurs konar
áframhald á raunsæisstefnunni í bland við vaxandi áhuga rithöfunda á náttúruvísind-
um og dýrafræði. Raunsæislegu dýrasögurnar gera reynsluheim dýrsins að þunga-
miðju og minna lesendur á að ólíkar dýrategundir búa yfir ólíku sálarlífi, þótt það sé
ávallt að vissu leyti óaðgengilegt okkur mannfólkinu.
Höfundur gerir grein fyrir nokkrum helstu og merkustu höfundum tímabils-
ins og ræðir helstu stílbrögð geirans. Tilhneiging fræðimanna til að gera lítið úr
reynsluheimi dýra í bókmenntum er skoðuð sérstaklega, þar sem sögur um dýr í
sjálfu sér eru nærri aldrei teknar alvarlega, nema hægt sé að færa rök fyrir því að
dýrin standi á einhvern hátt fyrir reynsluheim mannfólksins. Höfundur tengir þetta
heimspeki mannmiðjunnar og færir þannig dýrasögurnar í siðfræðilegt samhengi,
sem er aldrei fjarri lagi þegar innra líf annarra dýra er rætt. Upphafning á reynslu-
heimi dýra er knýjandi og gildishlaðið efni í samfélagi sem gerir lítið úr sálarlífi
þeirra með hlutgervingu og færibandaframleiðslu á líkömum þeirra. Raunsæislega
dýrasagan er þannig skilgreind af höfundi sem róttækt bókmenntaform og talin
mikilvægur menningarkimi sem tími er kominn til að endurmeta.
Efnisorð: dýrasögur, manngerving, dýrasiðfræði, verksmiðjubúskapur, mannmiðja,
raunsæisstefna, þróunarfræði, darwinismi
GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON