Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 168
167
Kristjana Kristinsdóttir
Lénsreikningur
reikningsárið 1647–1648
Upplýsingar um tekjur og gjöld Danakonungs
af léninu Íslandi árið 1647–1648
og umfjöllun um endurskoðun lénsreikninga
í rentukammeri og uppgjör konunglegs fógeta
Ísland var lén í Danmörku frá siðaskiptum 1541/1550 til 1683 þegar amts-
skipan var komið á.
Við siðaskiptin jukust tekjur konungs af landinu enda eignaðist kon-
ungur allar jarðeignir kirkjunnar, þ.e. klaustraeignir og jarðeignir bisk-
upanna Ögmundar Pálssonar og Jóns Arasonar og sona hans.1
Bæði Danmörku og Noregi var skipt í mörg lén og þá ýmist í smálén
t.d. eitt klaustur eða stórlén en undir stórlén heyrðu mörg héruð. Ísland
var stórlén frá siðaskiptum og þá var yfirstjórn landsins og innheimta
tekna konungs af landinu sett í hendur eins manns, lénsmanns eða fógeta.
Honum bar að halda reikning yfir tekjur og gjöld og skila til rentukamm-
ers þar sem lénsreikningarnir voru endurskoðaðir. Þegar talað er um lénið
Ísland eru Vestmannaeyjar undanskildar og er þeirra ekki getið í lénsreikn-
ingum enda voru eyjarnar sérstakt lén.2
Um stöðu Íslands sem léns í Danmörku segir í Danmerkursögu Knud
Jespersens:
Gömlu norsku skattlöndin, Færeyjar, Ísland og Grænland, höfðu
á sínum tíma fylgt Noregi í danska ríkið, en tengslin við Noreg
voru fyrir löngu rofin. Grænland var næstum því alveg úr sjón-
1 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar III, Reykjavík: Bókaverzlun
Ársæls Árnasonar, 1924, bls. 5–24.
2 Lbs. Pétur G. Kristjánsson, Tengsl framleiðslu og markaðar. Konungsumboðið í Vest-
mannaeyjum og utanlandsverslun Íslendinga á síðari hluta 16. aldar, M.A.-ritgerð í
sagnfræði við Háskóla Íslands 2008.
Ritið 1/2016, bls. 167–194