Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 171
170
við 24. júní sama ár. Verkefni hans voru að innheimta vissar tekjur sem
voru t.d. landskuld af jörðum í Gullbringusýslu sem lágu til Bessastaða
og óvissar tekjur krúnunnar sem voru t.d. sakeyrir sem sýslumenn inn-
heimtu í hverri sýslu. Hann átti að halda yfir þær reikning og gera grein
fyrir þeim árlega. Hann átti að sjá til þess að lögum og rétti væri framfylgt
og að biskupar, lögmenn og aðrir, gegndu störfum sínum eins og þeim
bar skylda til. Undirmönnum konungs á Íslandi bar að greiða gjöld sín á
réttum tíma til Jens Søffrensen. Ef þeir gerðu það ekki eða hindruðu á ein-
hvern hátt störf hans skyldi þeim refsað. Í árslaun fékk Jens 100 ríkisdali og
auk þess 150 ríkisdali í framfærslupeninga (d. kost) fyrir sig og einn þjón
sinn árlega.8 Jens var borgari en ekki aðalsmaður líkt og venjan var um
æðsta fulltrúa konungs á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur e.t.v. verið
settur fógeti vegna deilna milli konungs og aðalsmanna á þessum árum.9
Aðalsmennirnir báru embættisheitið lénsmaður og voru þeir lénsmenn
sem hér voru ýmist danskir eða norskir aðalsmenn. En Jens kallaðist fógeti
eða konunglegur fógeti. Hann varð síðar borgarstjóri í Kristjánshöfn.
Arnarstapa og Snæfellsnessýslu er sérstaklega getið í lénsreikningum.
Konungur rak þar útgerð og hafði sérstakan umboðsmann sem skilaði upp-
lýsingum um reksturinn til lénsmanns eða fógeta sem sat í embættisbústað
sínum, Bessastöðum á Álftanesi, auk þess að reka bú í Viðey. Arnarstapi
hafði því sérstöðu umfram önnur umboð og klaustraeignir.
Hér á eftir verður sérstaklega skoðaður reikningur ársins 1647 til 1648
en í júní 1648, tekur Henrik Bjelke (1648–1683) við sem lénsmaður á
Íslandi. Hann var lénsmaður lengst allra á Íslandi, oftast kallaður höfuðs-
maður enda yfirmaður flota Danakonungs. Landið var þjónustulén í 20 ár
frá 1663–1683 og fékk þá Bjelke allar tekjur af landinu fyrir veitta herþjón-
ustu.
Markmiðið með greininni er að varpa ljósi á hvers konar heimild léns-
reikningur í reikningsléni er. Hér er ekki ætlunin að túlka reikninginn í
hefðbundum skilningi heldur að svara því hvaða upplýsingar felast í honum
um tekjur og gjöld af léninu og vekja á þann hátt athygli fræðimanna á að
nýta sér reikningana til rannsókna en þeir hafa hingað til lítið verið not-
aðir í þeim tilgangi. Lénsreikningarnir varpa t.d. ljósi á hvernig Ísland
var stjórnsýslulega tengt Danmörku sem eitt af lénum konungs, þeir sýna
bókhaldsaðferðir þessa tíma og fram kemur hvaða tekjur konungur hafði
8 Magnús Ketilsson, Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve II, Rappsøe
1778, bls. 440–442.
9 Jens Engberg, Dansk Finanshistorie i 1640’erne, bls. 165–171.
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR