Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 174
173
að inna af hendi og listi yfir sýslugjaldsmenn sem réru á bátum konungs.15
Í útgjaldaliðinn eru færð laun til fógetans og annars starfsfólks í léninu
auk uppihalds þeirra, vörur og peningar til konungs eða lánardrottna hans,
breyting á innistæðu Bessastaða, Viðeyjar og Arnarstapa og peningar goldn-
ir vegna vörukaupa.16 Víst er að lénsreikningar frá þeim árum sem Ísland
var reikningslén eru ítarlegri heimild en þegar landið var afgjaldslén.
Í reikningunum bæði fyrir afgjalds- og reikningslén eru færðar sem
tekjur t.d. vörur sem fengnar voru vegna byggingar á Bessastöðum, en
þær eru jafnframt færðar í gjaldaliðinn því þær voru notaðar til bygging-
arinnar. Í reikningshaldi fyrir reikningslén ber einnig að athuga að sama
færsla getur komið fyrir oftar en einu sinni, bæði í tekju- og gjaldaliðnum.
Þannig geta t.d. skepnur verið taldar til tekna, en ef þeim var slátrað var
kjötið og húðin sem af þeim fékkst mögulega einnig færð sem tekjur. Var
þetta sennilega gert til hagræðis, þ.e. til þess að sjá mætti hvernig hluti
innkominna tekna breyttist í aðrar innkomnar tekjur, t.d. kýr í kjöt og húð
o.s.frv. Sama varan gat því komið fyrir oftar en einu sinni í innkomnum
tekjum og gildir það sama um gjaldaliðinn.17
Reikningurinn 1647–1648, tekju- og gjaldahlið
Í reikningnum er þess fyrst getið hver taxtinn (d. taxt) er sem miðað er við
í þessum reikningi þegar talað er um eitt hundrað á landsvísu í lausaurum
og eftir það hefst sjálfur reikningurinn. Taxtinn er eftirfarandi:
Taxtinn á íslenskri vöru, hvernig hún reiknast þegar talað er um eitt
hundrað á landsvísu út í lausafé þá er viðmiðið þetta18
4 ríkisdalir eru peningar
20 aurar
1 hundrað álnir
1 kýr frá 4 ára til 8 ára gömul,
3 kvígur eða geldneyti eins árs gömul,
15 Þessir menn komu úr nokkrum sýslum (ekki öllum) til að róa á bátum konungs.
Það hefur e.t.v. verið hluti afgjalds af sýslunni.
16 ÞÍ. Rtk. F/6. Lénsreikningur 1647–1648.
17 Thomas B. Bang, „Lensregnskaberne og deres benyttelse som historisk kilde“,
Fortid og Nutid 1. bind København: Dansk Historisk Fællesråd, 1914–16, bls.
141–160, hér bls. 143–144.
18 Eitt hundrað á landsvísu í lausaaurum var jafngildi 4 ríkisdala, eitt hundrað álna
eða 1 kýr 4–8 ára gamallar o.s.frv.
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648