Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 175
174
2 kvígur eða geldneyti 2 ára gömul,
1 uxi 4ra ára gamall,
1 hestur frá 2ja ára til 10 ára gamall,
6 ær með 6 lömbum,
6 geldfé,
8 geldfé hvert tvæveturt,
12 ær hver 1 árs gömul.
1 ½ vætt eða 7 ½ líspund smjör,
1 ½ skippund: eða 2 hundruð harðfiska.
48 álnir vaðmáls, þá er hver alin 5 fiskar,
1 vætt fisks – 5 líspund eða 8 fjórðungar,
1 fjórðungur 5 fiskar eða 10 skálapund
1 fiskur – 2 skálapund
1 skippund: er 4 vættir
1 hundrað fiskar eru – 15 líspund:
1 voð vaðmáls 20 íslenskar álnir,
Þegar talað er um 1 hundrað á landsvísu í jörðum, þá eru það 8 rík-
isdalir.19
Fyrsta færsla reikningsins er listi eða jarðabók yfir þær jarðir í
Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem ekki hafa verið festar með lífsbréfi og
eiga að gjalda leigu og landskuld til konungsgarðsins Bessastaða. Getið er
nafna þeirra manna sem héldu jarðirnar og eru þær um 125 auk fjögurra
jarða, sem eru til uppihalds presta, og fáeinna eyðijarða. Í athugasemd við
þennan lið segir að það sama hafi fengist af jörðunum nú og á fyrra ári.
Munurinn er þó sá að fyrra árið hafi leigan verið greidd að mestu í smjöri
en nú sé greitt í harðfiski (d. törfisk) að stærstum hluta.
Á eftir þessari upptalningu er skrá yfir jarðir konungs sem liggja fyrir
norðan, austan, sunnan og vestan og kallaðar eru umboðsjarðir og er þeirra
manna getið með nafni sem halda jarðirnar. Þessar jarðir voru veittar með
lífsbréfi gegn ákveðnu afgjaldi árlega. Jarðirnar eru ekki skráðar eftir
ákveðinni röð, t.d. eftir sýslum, en í athugasemd fremst segir að leiga og
landskuld þessara jarða hafi verið eins árið áður og er engin athugasemd
gerð vegna upphæðarinnar og verður því að ætla að tekjurnar af þeim, 636
19 Skálapund er mælieining sem svarar til um það bil ½ kílós, 2 marka eða 32 lóða.
Líspund er mælieining sem svarar til 8 kílóa. Skippund er mælieining sem svarar
til 160 kílóa (20 líspunda). Hér má bæta við að einn ríkisdalur er jafngildi 96 skild-
inga.
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR