Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 176
175
ríkisdalir, tvö hundruð í harðfiski sem vega 1½ skippund og vaðmál 8 álnir
hafi verið ásættanlegar að mati rentukammers.
Á eftir umboðsjörðum eru taldar klausturjarðir samkvæmt festubréfi
klausturhaldara og eru þeir nafngreindir. Í athugasemd segir að leigan af
klaustrunum hafi verið eins árið áður en sjá megi að konungur fái aðeins
helming af leigu og landskuld. Konungur fær samkvæmt reikningnum
398 ríkisdali og afgjaldið er alls 1.128 ríkisdalir. Nöfn klausturhaldaranna
voru:
Næsta færsla er yfir tekjur af Arnarstapaumboði og Snæfellsnessýslu.
Fram kemur í athugasemd að í fyrra hafi tekjurnar verið 1.590 ríkisdal-
ir en í ár 1.541 ríkisdalur. Í reikningn um segir að umboðið hafi rýrnað
vegna skemmda á jörðum síðustu ár og útgjöld vegna þeirra komi fram í
útgjaldaliðnum.
Sýslurnar eru næst listaðar upp, þ.e. samkvæmt veitingabréfum sýslu-
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
Klaustur Nafn klausturhaldara Starfsheiti annað
en klausturhaldari
Þingeyraklaustur Guðmundur
Hákonarson
Sýslumaður
í Húnavatnssýslu20
Reynistaðarklaustur Árni Oddsson Lögmaður
Munkaþverárklaustur Magnús Björnsson Lögmaður
Möðruvallaklaustur Benedikt Pálsson Bartskeri21
Skriðuklaustur Jón Björnsson
Kirkjubæjarklaustur Hákon Þorsteinsson Sýslumaður
í Vestur-Skaftafellssýslu22
Kirkjubæjarklaustur Magnús Þorsteinsson Etv. sýslumaður
í Vestur-Skaftafellssýslu23
Kirkjubæjarklaustur Nikulás Þormóðsson24
20 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1949, bls.152.
21 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1948, bls. 134–135.
22 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, bls. 235.
23 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1950, bls. 465.
24 Hér vantar Þykkvabæjarklaustur og er ekki ljóst hvers vegna.