Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 178
177
Listi er yfir sakeyri í hverri sýslu og er þá sýslumanna getið og upphæð-
arinnar sem þeir greiddu. Á spássíu er vísað til undirskrifaðra reikninga
sýslumanna merktra Litera A. Þeir reikningar, með nákvæmri útlistun á
hverjir brutu af sér, hvernig og hversu há sektin var, eiga því að liggja með
fylgiskjölum reikningsins. Fram kemur að reikningur hafi verið gerður í
hverri sýslu að undanskildum Austfjörðum þar sem enginn sakeyrir var
dæmdur og því engin brot samkvæmt upplýsingum fógetans. Ekki kemur
fram í reikningnum hver brotin eru eða upphæð fyrir hvert brot.
Næsta færsla er um jarðaparta sem nefndir eru með nafni eftir sýslum
og sem sýslumennirnir fá landskuldina af árlega og reiknast inn í afgjöld
þeirra af sýslunni. Í athugasemd segir að þessar jarðir séu ekki færðar sem
tekjur eða gjöld enda eru þær innifaldar í afgjaldi sýslumanna.
Við reikning af Gullbringusýslu er eftirfarandi athugasemd á spássíu
um að samskonar skýringu á tekjum sýslnanna ætti hver sýslumaður að
afhenda til rentukammers samkvæmt fyrirmælum (d. resolution) konungs
en fyrirmælin liggja með reikningi síðasta árs. Þó sé ljóst að tekjurnar
séu ekki alltaf eins af húsmönnum, tíund og lausamannstolli. Bæirnir eru
skrifaðir upp og einnig þeir sem voru ekki í eigu konungs og getið nafna
ábúenda. Slíkar upplýsingar um bændaeign eru allajafna ekki í lénsreikn-
ingum en gætu verið taldar upp hér til upplýsingar fyrir rentukammer.
Sem dæmi segir um Engey:
Erlendur tíundaði 15 hundruð, gaf í tíund 8 fiska, gjaftoll 10 fiska,
skatt 40 fiska, húsmannstoll 10 fiska, tilkomnir menn (d. tilkomm-
ende mænd) 3 fiskar, jörðin er bændaeign 30 hundruð, gaf í jarð-
artíund 18 fiska.26
Listi er yfir tekjur af mannslánum af sveitinni. Fram kemur hjá hverj-
um hver og einn réri og er formannsins getið með nafni og stundum hver
verstöðin er. Í athugasemd á spássíu segir að slík mannslán séu árviss og
komi hér fram þau gæði hversu margir eru skyldugir að róa á fiskibátum
konungs. Þó tekur hver sinn hlut og gefur þar af sjötta part til skipsleigu
sem hér á eftir verður gerð grein fyrir við tekjur af skipshlutum. Alls voru
mannslánin 29.
Þar næst er nefnt úr hvaða sýslu sýslugjaldsmenn komu en þessir menn
réru á bátum konungs á vertíðinni 1647 til 1648 og tekið fram hjá hverjum
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
26 ÞÍ. Rtk. F/6. Lénsreikningur 1647–1648.