Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 179
178
þeir réru. Síðan segir að ekki sé hægt að skrifa mikið um lausamenn á þessu
ári einkum vegna þess að veturinn hafi verið mjög harður og fátækt fólk
hafi ekki getað ferðast til sjávar. Mannslánin voru alls 46 en voru 56 árið
áður. Skýringin á þessum mun er sú að engir lausamenn voru þetta ár.
Fjórir menn vitna með undirskrift á Bessastöðum þann 21. júní 1648
að framanskrifaður listi yfir fiskibáta, sýslugjaldshlut og mannshlut af
fiskibátunum sé réttur. Bátarnir sem hér eru taldir réru á vertíðinni árið
1648. Auk þessa lista og undirskriftar er vísað í samskonar undirritað fylgi-
skjal sem ber saman við þessar upplýsingar. Fylgiskjalið er merkt Lit: B.
Í þessum lista kemur fram stærð bátsins, nafn skipstjórans og hvaðan hann
rær, skipshlutur, sýslugjaldshlutur og skipsleiga af ákveðnum fjölda háseta.
Samtala þess sem hér er talið er 14.243 fiskar. Þegar þetta er vegið er
útkoman 70½ skippund og 5½ líspund. Lýsið (d. tran) var 1 tunna og segir
í athugasemd á spássíu að á fyrra ári hafi þessi upphæð verið 88 skippund
og 3 tunnur lýsi af sama fjölda báta.
Á eftir þessum vitnisburði í reikningnum eru taldar til tekna ýmsar
vörur sem bárust til Bessastaða. Hér kennir ýmissa grasa og verður aðeins
lítils hluta getið enda of langt mál að telja allt upp. Athugasemdir eru oft-
ast um að fyrir t.d. tiltekna vöru færist peningar til útgjalda auk þess sem
vísað er til númeraðra kvittana Jens Søffrensen fyrir ýmsu en þær liggja
með fylgiskjölunum.
Byrjað er á því að telja upp tekjur greiddar í fiski sem höfðu komið af
innistæðu Arnarstapa og er þar sérstaklega nefndur gamall og ónothæfur
koparketill en slíkir katlar voru algengustu eldunaráhöld þessa tíma og
voru dýrir.27 Einnig fást tekjur í fiski af gömlum húsum á Bessastöðum og
er þar vísað til úttektar matsmanna á þeim og liggur sú úttekt með fylgi-
skjölum reikningsins. Tekjur í fiski voru einnig af vörum og peningum frá
fyrra ári (d. beholdning). Ekki var hægt að flytja allan fiskinn út á fyrra ári en
samkvæmt skipun hirðmeistara ríkisins átti nú að færa fiskinn til Íslenska
Kompanísins og því skyldi einnig færa hann í útgjaldaliðinn. Tekjur fel-
ast í tómum tunnum og fötum. Tunnurnar voru keyptar í birgðahúsinu í
Kaupmannahöfn (próvíanthúsinu) alls 60 og voru þær ætlaðar til að geyma
St. Luckas salt sem svo er nefnt í reikningnum. Auk þess 56 tunnur af ann-
arri gerð sem voru keyptar af Else Hansdóttur borgara í Kaupmannahöfn,
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
27 Helgi Þorláksson, Saga Íslands II. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögu-
félag, 2004, bls. 60.