Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 183
182
við laxakisturnar í Elliðaánum og einnig er fé, lambsgærur og kálfskinn
fært til úttektar og er skinnið t.d. notað til að sauma sjóvettlinga og húfur.
útgjöld eru vegna klæðis, lérefts og skeifna. Klæðið og léreftið var notað
til að greiða ráðskonunni, vinnukonunum og böðlinum laun eins og sjá má
í launatöflunni.
Að lokum eru allar þessar vörur skrifaðar upp en engin samtala var
reiknuð. Í þessari uppskrift er innsiglis landsins úr silfri getið og sagt að
það sé til í einu eintaki. Þetta innsigli fengum við Íslendingar árið 159332
en þá vorum við búin að glata innsiglinu sem okkur var fengið árið
1550. Þetta innsigli er nú varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.33 Innsiglið
var notað á bréf til konungs til merkis um að skjalið með innsiglinu væri
ófalsað. Einnig er getið einnar jarðabókar og próventubréfs Margrétar
Gunnsteinsdóttur 1641 sem gaf Arnarholt á Kjalarnesi til uppihalds fyrir
sig í Viðey. Þessi jarðabók og próventubréfið hafa legið í skjalasafni lénsins
og eru nú varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands, próventubréfið í skjalasafni
Stiftamtmanns og jarðabókin í Rentukammersafni.
Jens Søffrensen í rentukammeri – endurskoðun og uppgjör
Rentukammer sinnti aðallega tveimur megin hlutverkum. Annars vegar
var þar tekið á móti tekjum ríkisins sem greiddar voru í peningum og
séð um greiðslu venjulegra útgjalda. Hins vegar var þar farið yfir alla
reikninga undirstofnana ríkisins og embættismanna þ. á m. lénsmanna.
Rentumeistararnir voru tveir og skiptu þannig með sér verkum að annar
átti að sjá um alla reikningsfærslu fyrir rentukammerið. Fór hún þannig
fram að hann tók við öllum greiðslum til rentukammers í peningum í
eigin persónu og gaf út kvittanir í staðinn. Hinn rentumeistarinn sá um
að yfirfara alla innsenda reikninga, t.d. frá lénsmönnum og átti að kvitta
fyrir til vitnisburðar um að þeir væru réttir.34 Víst er að einum manni
var ofviða að endurskoða sjálfur alla innsenda reikninga og af skjölunum
má ráða að rentuskrifararnir hafa séð um endurskoðunina að mestu leyti.
Rentumeistarinn hafði eftirlit með starfinu og hann virðist einnig hafa
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
32 Alþingisbækur Íslands II, Reykjavík: Sögufélag, 1915–1916, bls. 344, 357; Magnús
Ketilsson, Forordninger II, bls. 153, 169–170.
33 Þjóðminjasafn Íslands (Þjms) nr. 4390. Innsigli 1593.
34 Jens Engberg, Dansk Finanshistorie i 1640’erne, bls. 37–42; Frank Jørgensen og
Morten Westrup, Dansk centraladministration i tiden indtil 1848, Viborg: Dansk
Historisk Fællesforening, 1982, bls. 95–100.