Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 185
184
athugasemdunum og ef þær höfðu peningaútgjöld í för með sér, voru þau
greidd í rentukammerinu gegn kvittun. Væri konungur í skuld við léns-
mann var það fært til útgjalda í reikningi næsta árs.39
Að síðustu var farið yfir reikningshald lénsmanns er hann lét af störf-
um. Þá varð hann að afhenda veitingabréfið eða veitingabréfin, ef hann
hafði fengið fleiri en eitt, kvittanir fyrir reikningshaldinu og innistæðu-
skrár. Kvittanir og reikningar voru síðan borin saman við veitingabréfin
og í innistæðuskránum var athugað hvort lénsmaðurinn hefði skilað af
sér þeirri innistæðu sem honum bar. Við þessa endurskoðun voru einnig
stundum skrifaðir athugasemdalistar og er þeir höfðu verið gerðir upp
fékk lénsmaðurinn endanlega kvittun fyrir öllu reikningshaldinu, útgefna
af konungi.40 Liðu stundum eitt til fjögur ár frá því lénsmaður lét af störf-
um þar til hann fékk konungskvittun fyrir reikningshaldinu.41
Jens Søffrensen fékk konungskvittun fyrir rekstri lénsins Íslands 14.
janúar 1651.42 Hann kom í rentukammer 18. apríl 1650 og síðan 10. maí
1650 og fékk þá jafnframt staðfestingu (d. confirmation) á þeim tveim fyrri
kvittunum vegna uppgjörs á rekstri lénsins sem hann hafði fengið frá
rentukammeri á sínum tíma. Í þessu staðfestingarskjali er rakið uppgjör
hans vegna lénsins þar sem sjá má færslu úr reikningum hans fyrir árin
1645 til 1648. Þar er m.a. getið tekna af Viðeyjarklaustri og Bessastöðum
samkvæmt jarðabókinni, tekna af konungsjörðum um allt land auk tekna
af sextán sýslum og átta klaustrum. Færsla er vegna hafnartolls sem
Kompaníið greiddi af höfnum sem siglt er á, þ.e. 16 ríkisdalir fyrir hverja
höfn. Raktar eru tekjur af Gullbringusýslu eins og mannslán, tíund, skatt-
ur, ljóstollur, gjaftollur, húsmannstollur og lausamannstollur. Getið er
tekna af laxveiðum, slátruðum skepnum auk þess sem nefndar eru ýmsar
tekjur svo sem salt frá Kaupmannahöfn auk tekna af innistæðu Bessastaða,
Viðeyjar, Arnarstapa og Skálholts. Tekjurnar eru alls í peningum 9.439 og
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
39 Orla K.O. Damkjer, Indføring i Lensregnskaberne, bls. 27–28; Jens Engberg, Dansk
Finanshistorie, bls. 100–102; Hans H. Fussing, Stiernholm Len, bls. 140–154, ÞÍ.
Rtk. F/I–F/8. Lénsreikningar 1588–1662.
40 Orla K.O. Damkjer, Indføring i Lensregnskaberne, bls. 28.
41 Kr. Erslev, Danmarks–Norges Len og Lensmænd 1596–1660, København: Samfun-
det for dansk-norsk Genealogi og Personalhistorie/Hoffenberg og Trap, 1885,
bls. 83; Norske Rigs-Registranter III, Christiania: Bestyreren for det Norske Hist.
Kildeskrift-Fond, 1865, bls. 261 og 493.
42 Magnús Ketilsson, Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve III, Kiø-
benhavn 1778, bls. 30–35; DRA. Regnskaber 1559–1660. Rentemesterregnskaber
1650–1651. Indtægts- og udgiftsregnskaber nr. 140, bls. 161–163.