Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 186
185
1/2 ríkisdalur. Í þessari tölu er jafnframt allt það sem erfingjar Pros Mund,
sem var lénsmaður á undan Jens á árunum 1636 til 1645, hafa greitt vegna
rýrnunar á innistæðu Bessastaða í hans tíð eða 2.399 ríkisdalir og 8 skild-
ingar. Segir að sú upphæð hafi aftur verið færð í útgjaldalið reikningsins.
Á móti eru í skjalinu rakin útgjöld Jens samanber reikning hans. Þar er
t.d. nefndur harðfiskur sem afhentur var Íslenska Kompaníinu, greiðslur
til ýmissa á Íslandi eins og laun til lögmannanna beggja, umboðsmanns í
Snæfellsnessýslu, til fátækra presta, til vinnufólksins á Bessastöðum og í
Viðey og til ellefu fátæklinga þar. Einnig er getið fisks og kjöts sem afhent
var til Kaupmannahafnar í birgðahúsið auk vaðmáls og sokka sem afhent
var í fatabúrið. Salt og ýmsar vörur voru notaðar á konungsgarðinum og
voru t.d. útgjöld vegna leigu, geymslu og verkunar á fiski. útgjöldin frá
1645 til 3. janúar 1648 voru alls 9.445 ríkisdalir og 17 skildingar. Þegar
útgjöld voru lögð á móti tekjum voru eftirstöðvarnar (d. beholdningen) 108
skippund, 6 skálapund harðfisks, 12 lambsgærur (d. klippinger) sem slátrað
var eftir Jónsmessu, 6 sauðagærur, 2 smáar tunnur og 1 hálf bremmer eða
bereemer43 tunna, fínmalað salt, 23 tré fyrir miðhluta borðstokks (d. haf-
fstocke), 13 spírur eða langborð (d. legter), 1 kjöltré (d. kiölltree) 14 álnir á
lengd. Eitt líspund og 3 skálapund af ull.
Þar á móti eru útgjöldin (d. udgiften) hærri en tekjurnar (d. indtegten),
peningar 5 ríkisdalir, 1 mark,44 2 alb,45 50 (d. halftredsenstiuge) og 5½ alin
vaðmál, 6 kálfskinn, 12 pör af sjóvettlingum (d. söevanter) og 8 tunnur af
trékolum.
Kvittunin frá 10. maí 1650 varðar reikning Jens Søffrensen fyrir 108
skippundum, 6 skálapundum af harðfiski auk alls kyns vöru sem voru eft-
irstöðvar (d. udi beholdning) eftir að hann lagði fram þá þrjá reikninga
vegna reksturs lénsins frá 24. júní 1645 til 3. janúar 1648. Auk þess er hér
talin ýmis vara sem færð er til tekna m.a. vegna frekari greiðslna frá Pros
Mund heitnum sem Jens nú afhendir Henrik Bjelke ásamt peningum sem
fengust vegna þeirrar vöru. Fyrir þessu gerir Jens grein í reikningi 1648 til
1649. Samkvæmt honum eru tekjurnar í peningum 8 ríkisdalir, 1 ort,46 20
(d. tiuffu) skildingar og 109 skippund 9½ (d. halftiende) líspund af harðfiski.
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
43 Sitt hvort orðið er notað í heimildunum en hvað þau þýða er óljóst e.t.v. frá
Bremen?
44 Sex mörk eru jafngildi eins ríkisdals og eitt mark er sex skildingar.
45 Alb., Albus, 1/3 skildingur.
46 Sennilega um fjórðungur ríkisdals.