Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 189
188
talan í peningum samkvæmt íslenska taxtanum og taxta kaupmanna en
þessir tveir taxtar voru notaðir. Niðurstaðan úr þeim samanburði er að
upphæð jarðabókarinnar var hærri þegar kaupmannataxtinn var notaður.
Ýmsar athugasemdir eru skrifaðar á spássíu bókarinnar og er þá reikning-
ur Jens Søffrensen 1645–1646 notaður til samanburðar. Dæmi um slíkar
athugasemdir er að konungur fær minna en jarðabókin sýnir því jarðir
eða tekjur af landskuld og leigum (d. indkomsten) eru greiddar á landsvísu,
þ.e. hundrað fyrir 2 ríkisdali. Samkvæmt verðgildinu hér að framan ætti
hundrað á landsvísu54 í lausaurum að vera 4 ríkisdalir og 8 í jarðeignum.
Jafnframt segir að athuga þurfi (d. acta) að íbúarnir greiða tíund einu sinni
á ári og um hvað slík tíund og skattur getur gefið er „engin þekking um
í Rentukammeri hans hátignar konungsins“ (d. ingen rigtighed om I Ko.
Ma. Rendtecammer). Með fylgir „Nota“ með nákvæmum útskýringum á
greiðslu tíundar. Lénsmaður og sýslumenn fái þessar tekjur og þær séu
hluti afgjalds þeirra. Þeirri athugasemd lýkur með, „stillis til betenchende!“
eða þetta þarf að athuga frekar. Upplýsingar um tíundina hafði lénsmaður
þó sent konungi nokkrum árum áður sennilega vegna samskonar yfirlits
árið 1630.55
Embættismenn rentukammers eru líka hissa á óvissum tekjum léns-
manns af konungsbúinu. Hann njóti hlunninda af fiskibátum, laxveiðum,
fái smjör af fé búsins og 6 líspund af ull auk festugjalds (d. stedsmaal) af
sýslum, umboðsjörðum og öðru. Slíkt hefur ekki verið „opinbert fyrr en
nú“ (d. „obenbart førr en nu“), sem bendir til að lítið hafi verið vitað um
Ísland í rentukammeri á þessum tíma.
Auk þess að reikna heildartölu jarðabókarinnar 1640 er útdráttur gerð-
ur úr henni og dýrleika jarðanna getið. Þar er gerð sú athugasemd að um
tekjur af Snæfellsnessýslu sé ekkert hægt að segja, því í rentukammeri sé
ekkert kunnugt um tekjur þaðan og á það reyndar við um aðrar sýslur líka.
En með því að bera Snæfellsnessýslu saman við Gullbringusýslu er hægt
að fá hugmynd um tekjurnar því Snæfellsnessýsla er „jafn gjöful af fiskafla
og Gullbringusýsla“ (d. „lige saadan herlighed med fisckerj som udi Guld-
bringesyssel“). Segir í skjalinu að ef fá á sýslumenn til að færa reikningsskap
yfir alla í sýslunni sem greiða tíund, gjaftoll, ljóstoll, skatt og annað þess-
háttar eins og gert hefur verið í Gullbringusýslu þurfi hörku til. Ef það á
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR
54 Með á landsvísu er átt við íslenskan hundraðsreikning, 120 álnir, 240 fiskar í hundr-
aði.
55 ÞÍ. Leyndarskjalasafn, 4 Supplem II, 38. Yfirlit yfir tekjur og gjöld lénsmanns.