Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 190
189
að fást í gegn verður að setja þá kröfu fram með mikilli ákveðni og alvöru
og hóta refsingu ef þeir hlýða ekki. Annars muni þessir höfðingjar ekki
fúsir að gera það.56
Margsinnis eru útskýringar á hvernig heildartala jarðabókarinnar reikn-
ast í peninga og sýndur munur sem fæst eftir tveimur töxtum, þ.e. taxtanum
á landsvísu og eftir taxta kaupmanna. Einnig hafa tekjur Gullbringusýslu
verið bornar saman við fimm jarðabækur merktar A, B, C, D og E. Þessar
jarðabækur lágu í rentukammeri enda hluti af uppgjöri fyrri lénsmanna. Í
minnislista (d. memorial) er ítarlega farið í ýmsar athugasemdir og dæmi
tekin til útskýringar. Um Dyrhólaey undir Þykkvabæjarklaustri er sagt
að hún sé afar góð fiskihöfn sem var makaskipt frá krúnunni fyrir fjórar
smáar jarðir sem finnast í jarðabókinni 1645– 1646. Um allar jarðir segir
að þær eigi að festa til lífstíðar þegar þær verða lausar, en á því varð mis-
brestur í tíð Holger Rosenkrantz (1620 –1633), fyrrum lénsmanns, sem
festi jarðir aðeins þann tíma sem hann var lénsmaður. Leigukúgildi á jörð-
um krúnunnar eru metin á 20 álnir á landsvísu. Athugasemdir eru um
tekjur klausturumboðanna, konungur hafi ekki nægilegar tekjur af þeim.
Jafnframt segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um sýslurnar en þær eigi
að liggja fyrir samkvæmt Resolution merktu Lit. B. Athugasemdir eru um
hafnartoll Kompanísins og íslenska tíundin er útlistuð. Auk þessa studdust
embættismennirnir við lista eða skrá þar sem íslenski taxtinn er nákvæm-
lega útskýrður eftir lögum og á landsvísu, sbr. listann yfir verðgildi hér að
framan.
Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að skrifa yfirlitið (d. overslag paa itt
aars Visse Indkomst aff Islannd Anno 1646) en að lokum var það undirritað
þann 16. ágúst 1648 af Thommis Thommissen rentuskrifara. Samkvæmt
því eru vissar tekjur reiknaðar til peninga (d. summa summarum offuer et
Aars forschreffne Indkomst kand bedrage udi Penge) 9.093 ríkisdalir. Frá því
dróst síðan kostnaðurinn við rekstur konungsbúsins (d. udgift imod for-
schreffne Indtegt) alls 2.202 ríkisdalir. Niðurstaðan var að hægt væri að fá af
léninu (d. lignet og lagdt, daa bliffuer til beste naar al forskreffne omkostning
fratagis) alls 6.884 ríkisdali og 16 skildinga.57
LÉNSREIKNINGUR REIKNINGSÁRIÐ 1647–1648
56 DRA. D. Kancelli. B. 215. B II Diverse Efterretninger, overslag og beretninger
samt Regnskabsbilag. 6. Island. 1640–1648, „Memorial“.
57 DRA. D. Kancelli. B. 215 B II Diverse Efterretninger, ovarslag og beretninger samt
Regnskabsbilag. 6. Island.