Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Qupperneq 199
198
þjónað sem rými friðsællar eða ósvikinnar reynslu, það er gegnsýrt af veruleika
helfararinnar. Þannig er ljóðið í skilningi Adornos á vissan hátt fórnarlamb
villimennskunnar, eftir útrýmingarbúðirnar ber það dauðann og tortíminguna
í sér. Með Auschwitz hafa orðið óafturkræf skil í sögunni, „jarðvegur sjálfrar
listarinnar nötrar og órofið sambandið við svið hins fagurfræðilega stendur
ekki lengur til boða“ – í þessum skilningi er „hugmyndin um menningu sem rís
á ný eftir Auschwitz blekking og fásinna“.10 Í síðari skrifum Adornos má þannig
finna frekari hugleiðingar um ljóðagerð eftir Auschwitz, sem að hluta til virðast
fela í sér nánari útlistun, að hluta til útvíkkun á upphaflegu fullyrðingunni og
að hluta til viðleitni til að draga úr yfirlýsingunni sem í henni felst.
Eitt athyglisverðasta dæmið um nánari útfærslu á fullyrðingunni um ljóða-
gerð eftir Auschwitz má finna í svari við áðurnefndri grein Enzensbergers,
þar sem Adorno samsinnir rithöfundinum. „Svar Enzensbergers, þess efnis að
ljóðlistin neyðist til að standa af sér þennan úrskurð, er rétt“ skrifar Adorno,
enda „líði fordæmalausar kvalirnar enga gleymsku“ – um leið leggur hann þó
áherslu á að „staða ljóðlistarinnar sjálfrar sé þversagnakennd“.11 Í þessu sam-
hengi undirstrikar Adorno jafnframt fyrri yfirlýsingu sína: „Ég vil ekki draga
úr þeirri fullyrðingu að það sé villimennska að halda áfram að skrifa ljóð eftir
Auschwitz“.12 Nánari útfærslur Adornos á fullyrðingunni um villimennsku
ljóðsins, sem virðast fela í sér endurskoðun eða úrdrátt, reynast þannig við
rækilega athugun draga fram samfellu sem verður sýnileg þegar ritgerð
Adornos er lesin. Setningin um Auschwitz felur ekki í sér bann, það að ljóða-
gerð eftir Auschwitz sé villimennska felur ekki í sér forboð heldur einfaldlega
áminningu þess efnis að sá sem kýs að yrkja þarf að vera meðvitaður um villi-
mennskuna sem býr í iðju hans. Í raun má lesa fullyrðingu Adornos sem ákall
eftir að menn haldi áfram að yrkja eftir Auschwitz og jafnvel sem yfirlýsingu
um erindi og nauðsyn ljóðsins; valkosturinn andspænis því að halda áfram
að skrifa ljóð undir merkjum villimennskunnar væri sá að gefa sig endanlega
villimennskunni á vald og hætta að yrkja. Villimennskan er ekki gildisdómur
yfir tiltekinni menningarlegri starfsemi heldur einfaldlega lýsing á samfélagi
sem komið er á „lokastigið í díalektík menningar og villimennsku“, samfélagi
sem er hlutgert út í gegn og gefur ekki færi á hefðbundinni gagnrýni, hvorki
10 Theodor W. Adorno, „Jene zwanziger Jahre“, Gesammelte Schriften, 10. bindi,
2. hluti: Kulturkritik und Gesellchaft II: Eingriffe, Stichworte, Anhang, ritstj. Rolf
Tiedemann, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1997, bls. 499–506, hér bls. 506.
11 Theodor W. Adorno, „Engagement“, Noten zur Literatur, bls. 409–430, hér bls.
423.
12 Sama rit, bls. 422.
ThEodoR W. adoRno