Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 208
207
hungrinu. Ef mannkynið hefði umráð yfir ríkulegum varningnum myndi
það brjóta af sér hlekki þeirrar siðmenntuðu villimennsku sem menn-
ingargagnrýnendur skrifa á reikning aðframkomins ástands andans en ekki
vanþróaðra þjóðfélagsskilyrða. Tímalaus gildin, sem menningargagnrýnin
vísar til, spegla langvarandi ógæfuna. Menningargagnrýnandinn nærist á
goðsögulegu vægðarleysi menningarinnar.
Hvert sem inntak menningargagnrýninnar er á hún tilvist sína undir
efnahagskerfinu og þar með er hún bundin örlögum þess. Eftir því sem
þjóðskipulag samtímans, ekki síst í Austur-Evrópu, nær fullkomnari tökum
á gangi lífsins – þar með talið „tómstundum“ – þeim mun rækilegar eru öll
fyrirbæri andans merkt kerfinu. Annar valkosturinn er sá að þau leggi sitt
beint af mörkum til viðhalds kerfisins sem afþreying eða andleg upplyft-
ing, þannig að menn geti notið þeirra sem staðgengils þess, þ.e.a.s. einmitt
vegna þess að þau eru fyrirfram mótuð af samfélaginu. Þau eru alþekkt,
stimpluð og flekkuð og smjúga inn í hina afturhverfu vitund með fag-
urgala sínum, þannig að þau virðast náttúruleg og gera þegnunum kleift
að samsama sig valdhöfum, en yfirburðir þeirra gefa ekki kost á öðru en
falskri ást. Hinn valkosturinn er sá að þau víki frá reglunni og verði þannig
að fágæti sem hægt er að selja á ný. Á tímabili frjálshyggjunnar á 19. öld
tilheyrði menningin sviði frjálsra viðskipta og hægur dauði þeirra þrengdi
að lífæð hennar. Þegar hefðbundin verslun og skúmaskot hennar víkja fyrir
úthugsuðu dreifikerfi iðnaðarins nær markaðsvæðing menningarinnar
hápunkti í fásinnunni. Hún er í heljargreipum, henni er stýrt og hún slíp-
uð til þar til lífsmagnið þverr. Fordæming Spenglers,20 þegar hann hélt því
fram að andinn og peningarnir ættu samleið, reynist á rökum reist. Vegna
samkenndar hans með beinu drottnunarvaldi talaði hann aftur á móti ákaft
fyrir tilvistarskipan þar sem hvorki væri rúm fyrir milligöngu efnahags né
anda – á meinfýsinn hátt lagði hann andann einnig að jöfnu við efnahags-
skipan sem var í raun úrelt, í stað þess að bera kennsl á að andinn, hversu
mjög sem hann er afurð þessarar skipanar, vísar um leið til möguleikans á
að slíta sig frá henni. Menningin, sem sleit sig frá beinu viðhaldi sjálfrar
sín, varð upphaflega til á markaði, í viðskiptum, samskiptum og samn-
20 [Hér vísar Adorno til skrifa heimspekingsins Oswalds Spengler, eins af lykilhöfund-
um þeirra strauma innan þýsku þjóðernishreyfingarinnar sem gjarnan eru kenndir
við „íhaldssama byltingu“ (þ. konservative Revolution). Spengler er þekktastur fyrir
metsöluritið Der Untergang des Abendlandes (Hnignun Vesturlanda) sem kom út í
tveimur bindum á árunum 1918 og 1922, en þar setur hann m.a. fram þær hug-
myndir um samband anda og fjármagns sem hér er vísað til.]
MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG