Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 209
208
ingum, en á tíma hákapítalismans tengdist hún verslun systraböndum á
meðan handhafar hennar töldust „þriðju aðilar“ og drógu fram lífið sem
milligöngumenn. Á sama hátt skreppur menningin, sem litið er á sam-
kvæmt hefðbundnum leikreglum sem „þjóðfélagslega nauðsyn“ er sé efna-
hagslega sjálfbær, á endanum saman í það sem hún var í upphafi, í eintóm
boðskipti. Firring hennar andspænis hinu mannlega leiðir að lokum til
algjörrar auðsveipni frammi fyrir mannkyninu, sem birgðasalarnir hafa
hneppt í álög sem kúnna. Í nafni neytendanna bæla eignamennirnir hvað-
eina í menningunni sem fer út yfir mörk ríkjandi þjóðfélagsgerðar og skilja
það eitt eftir sem þjónar þar einhlítu markmiði. Þannig getur neyslu-
menningin hreykt sér af því að vera ekki munaður heldur einföld útvíkkun
framleiðslunnar. Allt sem tengist menningu og er valdamönnum ekki að
skapi er þannig rækilega brennimerkt með pólitískum merkimiðum eins
og munaður, snobb og yfirlæti, sem ætlað er að halda fjöldanum í skefjum.
Það er ekki fyrr en gengist hefur verið við ríkjandi skipan sem mælikvarða
allra hluta sem hrein endurframleiðsla þeirra í vitundinni verður að sann-
leika. Á þetta bendir menningargagnrýnin og barmar sér yfir flatneskju og
innihaldsleysi. Með því að einblína á samkrull menningar og markaðar á
hún aftur á móti hlutdeild í flatneskjunni. Hún fylgir dæmi þeirra aftur-
haldssinnuðu þjóðfélagsgagnrýna sem tefla skapandi auðmagni gegn hinu
gráðuga. Öll menning á í raun hlutdeild í sektarbyrði samfélagsins og
þannig þrífst hún – líkt og markaðurinn (sbr. Díalektík upplýsingarinnar)
– alfarið á óréttinum sem beitt er á framleiðslusviðinu. Þannig færir menn-
ingin sektina úr stað: hún er hugmyndafræði á meðan hún einskorðar
sig við að vera gagnrýni á hugmyndafræði. Þannig geta alræðisskipulögin
bæði í austri og vestri, sem leitast við að vernda ríkjandi ástand fyrir síð-
ustu mótspyrnunni sem búast má við af menningunni jafnvel þótt hún hafi
verið brotin til undirgefni, sakfellt menninguna og sjálfsíhugun hennar
á sannfærandi hátt fyrir undirlægjuhátt. Menn þjarma að andanum, sem
er orðinn óbærilegur sem slíkur, og líta um leið á sig sem byltingarmenn
í hreinsunarátaki. Hugmyndafræðilegt hlutverk menningargagnrýninnar
nær taki á hennar eigin sannleika, mótspyrnu hennar gegn hugmynda-
fræðinni. Baráttan gegn lyginni þjónar blygðunarlausum níðingsskapnum.
„Þegar ég heyri orðið menning tek ég öryggið af skammbyssunni“ sagði
fulltrúi menningarráðuneytis Hitlers.
Ástæða þess að menningargagnrýnin getur ásakað menninguna af
slíkri eindrægni fyrir að hafa í hnignun sinni brotið gegn hreinu sjálfstæði
ThEodoR W. adoRno