Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 211
210
eins og það er, tórir áfram við ríkjandi aðstæður þrátt fyrir allan fárán-
leikann. Sem holdgerving átakasamfélagsins og sjálfsímyndar þess getur
menningin ekki slitið sig frá þessari sýnd, engu fremur en sú menningar-
gagnrýni sem leggur mat á menninguna út frá fullkominni ímynd hennar.
Sýndin verður algjör á skeiði þegar órökvísi og hlutlæg ósannindi dyljast
á bak við rökvísi og hlutlæga nauðsyn. Engu að síður brjótast átökin, sem
spretta af raunverulegu valdi, einnig fram í vitundinni. Menningin hamrar
á lögmáli einingarinnar í vegsömun sinni á átakasamfélaginu og einmitt
þess vegna kemst hún ekki hjá því að láta samfélagið horfast í augu við
eigin hugmyndir um eininguna, en það leiðir misklíðina í ljós. Vegna innri
drifkrafts hinnar fullkomnu ímyndar lendir sú hugmyndafræði sem tekur
afstöðu með lífinu í andstöðu við lífið. Sá andi sem sér að raunveruleik-
inn líkist honum ekki að öllu leyti er þvingaður til að segja skilið við það
hlutverk að réttlæta hann, ef raunveruleikinn er á valdi ómeðvitaðra og
banvænna krafta. Sú staðreynd að kenningin verður að raunverulegu afli
þegar hún nær taki á mönnunum sprettur af hlutlægni andans sjálfs, sem
hlýtur að týna áttum í hugmyndafræðinni vegna þess hugmyndafræðilega
hlutverks sem hann gegnir. Hugmyndafræðin samrýmist ekki tilverunni
og þess vegna gerir andinn tilraun til að snúa sig undan hugmyndafræð-
inni um leið og hann tjáir blindu sína. Hann horfir vonsvikinn á tilveruna í
allri hennar nekt og gefur hana gagnrýninni á vald. Annað hvort fordæmir
hann hinn efnislega grunn, út frá þeim vafasömu hreinu lögmálum sem
hann gefur sér, eða hann vaknar til vitundar um að hann er sjálfur í vafa-
samri stöðu vegna þess að hann fellur ekki að þessum grunni. Hreyfiöfl
samfélagsins umbreyta menningunni í menningargagnrýni, sem rígheldur
í menningarhugtakið en sallar niður birtingarmyndir hennar í samtím-
anum sem varning og forheimskun. Slík gagnrýnin vitund er undirgefin
menningunni í þeim skilningi að glíma hennar við menninguna beinir
sjónum frá hryllingnum, þótt hún skilgreini hana um leið sem óhjákvæmi-
legan fylgifisk hans. Af þessu sprettur tvíbent afstaða samfélagskenning-
arinnar til menningargagnrýni. Aðferð menningargagnrýninnar er sjálf
skotspónn stöðugrar gagnrýni, bæði vegna almennra forsendna hennar,
þar sem hún er hluti af ríkjandi þjóðfélagsaðstæðum og þar með skilvitleg,
og vegna þeirra tilteknu dóma sem hún fellir. Ástæðan er sú að undirgefni
menningargagnrýninnar afhjúpast í sérstæðu inntaki hennar hverju sinni
og ekki er hægt að ná tökum á henni nema í því inntaki. Vilji díalektísk
kenning ekki verða hreinni hagfræði að bráð, sem hvílir á þeirri sannfær-
ThEodoR W. adoRno