Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 216
215
skýtur sér undan reynslu þess sem það fæst við. Það reynir að þurrka burt
heildina líkt og með svampi og ræktar þannig með sér skyldleika við villi-
mennskuna, samúðin er óhjákvæmilega með því frumstæðara og fá brotnara
og einu gildir í hversu mikilli þversögn það er við stöðu hinna andlegu
framleiðsluafla. Eindregin afneitun menningarinnar verður að yfirskini til
að styðja það sem er óheflaðast, heilbrigðast og aukinheldur kúgandi –
einkum og sér í lagi þó viðvarandi átökin á milli einstaklings og samfélags,
sem eru steypt í sama mót þannig að ákvarðanir beggja þjóna samfélaginu
og fylgja í einu og öllu mælikvörðum embættismannanna sem náð hafa
valdi á þeim. Þaðan er aðeins stutt skref yfir í að innleiða menninguna
opinberlega á ný. Í mótstöðu sinni gegn þessu er hin skilvitlega gagnrýni í
grunninn mun díalektískari. Hún tekur þá meginreglu alvarlega að hug-
myndafræðin sé ekki ósönn sem slík, heldur það tilkall hennar að hún falli
að raunveruleikanum. Með greiningu sinni á formi og merkingu andlegra
sköpunarverka leitast skilvitleg gagnrýni við að skilja þversögnina á milli
hlutlægrar ímyndar þeirra og þessa tilkalls og lýsa því hvað samræmi og
misræmi verkanna sem slíkra segir um ástand tilverunnar. Slík gagnrýni
lætur sér ekki nægja almenna þekkingu á þrælkun hins hlutlæga anda,
heldur leitast við að beita þessari þekkingu í ítarlegri könnun á sjálfum
hlutnum. Innsýnin í neikvæði menningarinnar er aðeins áreiðanleg þegar
hún kemur fram með sannfærandi niðurstöður um sannindi eða ósannindi
tiltekinnar þekkingar, samkvæmni eða mótsagnir tiltekinnar hugsunar,
heildstæðni eða þverbresti tiltekins verks, gildi eða fánýti tiltekinnar mál-
beitingar. Þegar hún rekst á misbresti eignar hún þá ekki í fljótfærni ein-
staklingnum og sálfræði hans, hreinni yfirborðsmynd þess sem fer úr
skorðum, heldur leitast við að leiða þá af ósættanlegum þáttum viðfangsins.
Hún sökkvir sér ofan í rökfestuna í veilum þess, ofan í það sem gerir verk-
efnið óleysanlegt. Í þverstæðum sem þessum greinir hún þverstæður sam-
félagsins. Frá sjónarhorni skilvitlegrar gagnrýni telst það sköpunarverk
síður heppnað sem nær að sætta hlutlægar þverstæður með blekkjandi
samræmi, en það verk sem tjáir ímynd samræmisins á neikvæðan hátt með
því að greypa þverstæður þess á ósvikinn og afdráttarlausan hátt í sína
eigin innviði. Frammi fyrir slíku verki verður dómurinn „hrein hug-
myndafræði“ marklaus. Um leið heldur hin skilvitlega gagnrýni því aftur á
móti til haga að allur andi fram á okkar daga er í álögum. Hann er ófær um
að upphefja af eigin rammleik þær þverstæður sem hann tekst á við. Meira
að segja róttækustu hugleiðingu andans um eigin þrot eru sett þau tak-
MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG