Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 218
217
gagnrýnir menninguna á forsendum díalektíkur þarf að eiga hlutdeild í
henni og þó ekki. Aðeins þannig sýnir hann viðfangsefninu og sjálfum sér
sanngirni.
Hin hefðbundna forskilvitlega gagnrýni á hugmyndafræði er úrelt.
Með því að varpa orsakahugtakinu stöðugt úr hinni efnislegu náttúru yfir
á þjóðfélagið gengst aðferðin í grunninn inn á hlutgervinguna, sem hún
einsetur sér að greina á gagnrýninn hátt, og þannig reynist hún styttra á
veg komin en sjálft viðfangsefnið. Hin forskilvitlega aðferð getur þó í það
minnsta bent á að hún beitir aðeins hugtökum af hlutgerðum toga að því
marki sem samfélagið sjálft er hlutgert; ruddaskapur og harðneskja orsaka-
hugtakins geri ekki annað en að draga upp spegil er knýi samfélagið til að
horfast í augu við eigin ruddaskap og harðneskju, sem og svívirðingu and-
ans. En hið vægðarlausa og einsleita samfélag er jafnvel hætt að umbera
þau fremur sjálfstæðu og afmörkuðu atriði sem kenningin um orsakasam-
band grunns og yfirbyggingar vísaði áður til. Í því opna fangelsi sem heim-
urinn er að verða er hætt að skipta máli hvað er háð hverju, svo algjör er
einsleitnin. Öll fyrirbæri stirðna sem tignarmerki algjörs drottnunarvalds
þess sem er. Engin hugmyndafræði er lengur til í eiginlegri merkingu fals-
vitundar, aðeins auglýsing sem felur í sér tvöföldun heimsins og vísvitandi
ögrun lyginnar, sem vill ekki láta trúa sér heldur fyrirskipar þögn – einmitt
þess vegna verður spurningin um orsakasamband menningarinnar á ein-
hvern hátt durgsleg, því í henni hljómar milliliðalaust rödd þess sem hún
á aðeins að vera háð. Vitaskuld kemst hin skilvitlega aðferð að lokum ekki
undan þessu heldur. Viðfangsefni hennar dregur hana ofan í hyldýpið.
Hin efnislega gagnsæja menning er ekki heiðarlegri í efnislegum skiln-
ingi, aðeins lágkúrulegri. Með tengslum sínum við sérhagsmunina hefur
hún einnig týnt eigin sannleikskorni, sem áður fólst í andstöðu hennar við
aðra sérhagsmuni. Með því að höfða til ábyrgðar, sem menningin þrætir
fyrir, staðfesta menn aðeins hið menningarlega oflæti. Öll hefðbundin
menning er nú orðin hlutlaus og sködduð og þar með þýðingarlaus: með
óaftur kræfu ferli er arfleifð hennar, sem Rússarnir gerðu skinhelgt tilkall
til, orðin í hæsta máta óþörf, einskis nýt, drasl – á þetta geta síðan glott-
andi kaupahéðnar fjöldamenningarinnar bent og farið með hana sem slíka.
Því rammgerðara sem samfélagið er, þeim mun hlutgerðari er einnig and-
inn og þeim mun þverstæðukenndari er viðleitni hans til að snúa sig út úr
hlutgervingunni af eigin rammleik. Hætta er á að jafnvel hin ýtrasta vitund
um ógæfuna úrkynjist og verði að blaðri. Menningargagnrýnin stendur
MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG