Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 4
3
Ritið 2/2016, bls. 3–7
Klám í hugvísindum
Franski raunsæismálarinn Gustave Courbet málaði Uppruna heimsins,
L’origine du monde, árið 1866, en verkið prýðir kápu Ritsins að þessu sinni.
Myndin sýnir afmarkaðan hluta af líkama nakinnar konu sem liggur með
fætur í sundur, sköp hennar, maga og brjóst. Málverkið, sem var lengst af í
einkaeigu, var jafnan haft í tvöföldum ramma svo hægt væri að hylja þessa
djörfu mynd með öðru málverki. Um miðja 20. öld eignaðist sálgreinand-
inn Jacques Lacan Uppruna heimsins, en eftir andlát hans rann verkið til
Musée d’Orsay í París þar sem það er til sýnis í dag. Þótt á heimasíðu lista-
safnsins segi að „þökk sé yfirburðahæfileikum Courbet og fágaðri notkun
hans á rafgulum litunum verði Uppruni heimsins ekki flokkaður sem klám-
fengin mynd“ getur verkið enn farið yfir mörk þess sem siðsamlegt þykir.1
Bækur með Uppruna heimsins á kápunni voru til dæmis gerðar upptækar í
Frakklandi árið 1994 og Portúgal árið 2009 og samskiptasíðan Facebook
hefur oftar en einu sinni ritskoðað myndir af verkinu.
Uppruni heimsins er dæmi um verk sem er freistandi að taka til hug-
vísindalegrar greiningar á því hver mörkin séu milli kláms og listar, en
verkið og viðtökur þess varpa að sama skapi ljósi á vægi samhengisins sem
kynferðislega opinská verk eru sett fram í og þátt menningarlegs og list-
ræns gildis þegar dæmt er um hvað telst „klámfengið“. Meginviðfangsefni
hugvísinda eru hugverk – menning og sköpunarverk manna – sem ólíkar
fræðigreinar nálgast eftir ótalmörgum leiðum. Hugvísindin hafa til dæmis
nálgast klám út frá siðferðislegum viðmiðum, greint það út frá hugmynda-
fræði (t.a.m. feðraveldis, gagnkynhneigðs forræðis, nýlenduhyggju), þau
beina sjónum gjarnan að viðtökum einstakra verka og taka til greiningar
klám í ólíkum miðlum og listgreinum.
1 Sótt 27. september 2016 á vefsíðu Musée d’Orsay.