Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 6
5
K L Á M Í H U G v Í S i N D U M
njóta þess á eigin forsendum. Hinsegin fræði hafa jafnframt haft mikil áhrif
á fræðasviðið með því uppbroti á kyni og kynverund sem þeim fylgdu, auk
þess sem þau hafa vakið athygli á áhrifum kynhneigðar á afmörkun hins
klámfengna og ósæmilega. Aukin áhersla á samtvinnun ólíkra þátta á borð
við kynþátt, kyn, kynhneigð, fötlun og stétt birtist í greiningu kláms líkt
og víðar í akademískum rannsóknum frá og með 10. áratugnum. Loks, sem
dæmi um þróunina á síðustu árum, mætti nefna að kenningar um hughrif
hafa einnig fundið sér leið inn í klámrannsóknir. Þessu hefti af Ritinu er
ætlað að vekja athygli íslenskra lesenda á klámi sem verðugu viðfangsefni
hugvísinda, sem hægt er að nálgast úr ólíkum áttum.
Líkt og Uppruni heimsins eftir Gustave Courbet er dæmi um stendur
flokkun mynda og texta sem kláms í sterkum tengslum við hugmyndir um
æskilega og óæskilega framsetningu mannslíkamans og kynferðislífs hans
og hefur bæði siðferðislegar, fagurfræðilegar og pólitískar hliðar. Þetta er
meðal viðfangsefna Þorsteins vilhjálmssonar fornfræðings í grein hans
um forngríska kynlífsbókahöfundinn Fílænis, þar sem hann skoðar breyti-
legar hugmyndir um siðgæðismörk kynferðislegrar framsetningar út frá
viðtökusögu forngrískrar og rómverskrar menningar og tekst þar á við
ríkjandi söguskoðun í klámsögu síðustu áratuga.
Mikilvægur þáttur í femínískri gagnrýni á klám er hlutgervingarhug-
takið, sú hugmynd að í klámi séu konur hlutgerðar og það stuðli að áfram-
haldandi kúgun þeirra og ofbeldi gegn þeim í samfélaginu. Sólveig Anna
Bóasdóttir, prófessor í guðfræði, gerir þetta hugtak að umfjöllunarefni
sínu í heftinu og rekur sögu þess. Sólveig ræðir sérstaklega þá merkingu
sem hlutgerving hefur í femínískri greiningu en dregur einnig fram gagn-
rýni sem komið hefur fram á takmarkanir hennar.
Loks beinir Gunnar Theodór Eggertsson, bókmennta- og kvikmynda-
fræðingur, sjónum sínum að klámi sem kvikmyndagrein, nánar tiltekið
hinni alræmdu undirgrein þess dýrakláminu, en Gunnar hefur sérhæft sig
í dýrasiðfræði. Í grein sinni ræðir hann tabúið sem felst í kynferðislegum
samskiptum manna við dýr og siðferðislegar hliðar kynlífs með dýrum,
þar sem dýrin eru iðulega í lægri valdastöðu gagnvart manninum. Gunnar
Theodór greinir meðal annars það valdamynstur sem birtist í dýraklámi í
samhengi við valdamynstur hefðbundins gagnkynhneigðs kláms.
Auk íslensku greinanna hafa ritstjórar þýtt tvær merkilegar bandarískar
fræðigreinar á sviði klámfræða. Sú fyrri, „Líkamar kvikmyndanna: Kyn,
grein og ofgnótt“, eftir kvikmyndafræðinginn Lindu Williams, kom út