Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 10
9
Þorsteinn Vilhjálmsson
Þrjú skref í átt að tilurð klámsins
Klám er illskilgreinanlegt; bæði hinn enski og hinn íslenski málheimur
eiga fleygar uppgjafarskilgreiningar á fyrirbærinu („i know it when i see
it“; „loðið og teygjanlegt hugtak“). vandinn er enda augljós; það sem þykir
klámfengið í einu samfélagi og stétt þykir það ekki í annarri. Sjaldnast eru
allir sammála um hvað telst klám hverju sinni. Fjallað er um skilgrein-
ingarvanda klámsins í inngangi þessa heftis, en þó má rifja stuttlega upp
nokkur atriði sem eru oftast nefnd til sögunnar sem einkenni á klámi.
Tilurð kláms hefur verið tengd við myndun borgaralegs nútímasamfélags
á vesturlöndum á 18. og 19. öld og þá tækni sem gerði kynferðislegt efni
í máli og myndum auðfengið og víða aðgengilegt; einnig hefur það verið
kennt við hlutgervingu á og ofbeldi gegn konum og bent á þá samfélags-
legu skömm sem vill loða við bæði framleiðendur og neytendur kláms.
Þannig er klám skilgreint út frá aðgengi og dreifingu (klám er ódýrt,
fjöldaframleitt, víða til), efnistökum og innihaldi (klám er kynferðisleg
framsetning, sérstaklega á nöktum kvenlíkama, sem er jafnan hlutgerður),
fordæmandi viðbrögðum og sérflokkun (klám er lágmenning og snauð
af menningarlegu auðmagni; klámi fylgir félagsleg skömm og aðgangs-
takmarkanir) og loks tilætlan (klámi er ætlað að vekja kynörvun).1 Þessi
einkenni tengja klámið sterklega við nútímann og við vesturlönd. Erfitt er
að nota klámhugtakið í samhengi við menningarheima sem standa okkur
menningarlega fjarri, því vestrænar, nútímalegar hugmyndir um flokkanir
1 Um tilurð nútímakláms og skilgreiningar, sjá t.d. hin klassísku verk Walter Kend-
rick, The Secret Museum: Pornography in Modern Culture, New York: viking, 1987,
bls. 31–32, 91 og Lindu Williams, Hard Core: Power, Pleasure and the „Frenzy of the
Visible“, 2. útg. Berkley, Los Angeles og London: University of California Press,
1999, bls. 1–57.
Ritið 2/2016, bls. 9–32