Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 19
18
Einnig vekur athygli að þessir höfundar eiga það til að vera kenndir við
eyjar í gríska Eyjahafinu (Samos og Lesbos) og fjarlæg lönd (Botrys var
nafn á borg í Fönikíu, Elefantis í Egyptalandi). Pýþóníos frá Aþenu er hér
algjör undantekning.29 Þetta passar vel við fornar staðalmyndir; Grikkir
kenndu óheflaða kynhegðun jafnan við fjarlægar eyjar, borgir og lönd.30
En kynlífshjálparbækurnar, þótt þær hafi dreifst víða, geymdust illa.
Allt sem eftir stendur af þessari fornu bókmenntagrein eru þrjú örstutt, illa
farin brot af papýrustætlu sem eitt sinn tilheyrðu umdeildustu bók sinnar
tegundar: Bók Fílænisar frá Samos. Tætlan varðveitir upphaf bókarinnar
og hljómar svona:
Fílænis Okymenesdóttir frá Samos skrifaði eftirfarandi fyrir þá sem
ætla sér að lifa lífi sínu í samræmi við rannsóknir [met‘ historiês]
frekar en af hendingu [parergôs] … út frá eigin reynslu … varðandi
viðreynslur: Nú, sá sem ætlar að reyna við konu verður að forðast
að klæða sig upp og greiða til hárið svo hann [virðist] konunni ekki
vera á höttunum … með þeirri hugsun … við … segir að … konan
sé eins og gyðja … hin ljóta er heillandi, eldri kona er eins og ung
stúlka. varðandi kossa: …31
Þetta er allt sem eftir stendur af kynlífshjálparbókunum fornu: Að því er
virðist sakleysisleg umfjöllun um viðreynslur, kossa og hrósyrði; ekkert
hér virðist jafnast á við opinskáar umfjallanir margra þekktra, vel liðinna
höfunda í fornöld um kynlíf og kynferði.32 En engu að síður vakti bók
29 Nafn Pýþoníosar þessa kynni að eiga að gefa eitthvað í skyn um efni bókarinnar,
enda þýðir það „Risaslanga“. Kannski var sú bók, í samræmi við nafnið, undan-
tekning hvað varðar efnistök og lagði áherslu á framsetningu karlmannslíkamans
frekar en kvenmannslíkamans – en um Pýþóníos er ekkert vitað nema nafnið.
30 Að totta er á forngrísku lebiazein, „að gera lesbíska hlutinn“ (þá er átt við eyna
Lesbos en ekki lesbíur í nútímamerkingu orðsins), að sleikja píku er phoinikizein,
„að gera fönikíska hlutinn“, að stunda kynsvall er sybarizein, „að gera sýbaríska
hlutinn“ (Sýbaris var grísk borg á S-Ítalíu) o.s.frv.; sjá H. D. Jocelyn, „A Greek
indecency and its Students. λαικάζειν.“, Proceedings of the Cambridge Philological
Society XXvi/1980, bls. 12–66, hér bls. 18, nmgr. 23, 89.
31 Textann sem ég þýði má finna hjá Kyriakos Tsantsanoglou, „The Memoirs of a
Lady from Samos“, Zeitschrift für Papyrologie und Epigraphik 12/1973, bls. 183–195,
hér bls. 190, með smávægilegum breytingum frá Holt N. Parker, „Another Go at
the Text of Philaenis (P. Oxy. 2891)“, í sama tímariti, 79/1989, bls. 49–50.
32 Til dæmis gríðarlega grófa gamanleiki Aristófanesar, groddakvæði Hipponaxar,
Arkhelokhosar og Martialis, kynferðislegar gamansögur Lúkíanosar, ástarkvæði
Ovidiusar.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON