Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 21
20
Ég, Fílænis, alræmd meðal manna,
ligg hér, dáin úr hárri elli.
Ó, illkvittni sjómaður! Sigldu ekki
í kringum klettinn með háðsglósum,
hláturrokum og hrakyrðum; við Seif,
við drengina undir niðri, ég var ekki
lauslát með mönnum eða almannaeign [dêmôdês],
en Pólýkrates, Aþeningur að uppruna,
sá meistari útúrsnúninganna og rógtunga,
skrifaði það sem hann skrifaði:
Um það veit ég ekkert.37
Hitt er eftir Díoskúrídes (4/3. öld f. Kr.):
Þetta er legsteinn Fílænisar frá Samos.
Hafðu hugrekki til að tala við mig
og nálgast steininn. Ég er ekki sú
sem ritaði hluti sem eru konum
andstyggilegir og taldi Skömmina
falska gyðju – ég var heiðvirð [filaidêmôn],
ég sver það við eigin gröf! Ef einhver
hefur búið til ógeðslega fræðibók [historiên]
til að sverta mig, megi þá tíminn
opinbera nafn hans og bein mín
svo fagna því að vera laus
undan banvænum orðrómi!38
Bæði ljóðin byggja á samskonar hugmynd: Hin látna Fílænis gerir lokatil-
raun til að frelsa sig frá þeirri ófrægingu sem loðir við nafn hennar sökum
„fræðibókarinnar“ alræmdu, kynlífshjálparbókarinnar. Bæði ýja að því að
einhver annar, og það karlmaður, hafi samið bókina; orðrómurinn um að
hún sé höfundurinn hafi meira að segja, samkvæmt síðari kvæðinu, orðið
Fílænis að bana. Raunar sé hún bara svo óheppin að deila, af einskærri tilvilj-
un, nafni og uppruna með dulnefni hins raunverulega, karlkyns höfundar.
sjá The Greek Anthology: Hellenistic Epigrams, ritstj. A. S. F. Gow og D. L. Page, 2.
bindi, Cambridge: Cambridge University Press, 1965, bls. 3, 259; Tsantsanoglou er
ósammála og snýr röðinni við, sjá „The Memoirs of a Lady from Samos“, bls. 195.
37 Anth. Pal. 7.345.
38 Anth. Pal. 7.450.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON