Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 23
22
Tríbaðan Fílænis ríður drengjum í rass
og æstari en standpína eiginmanns
holar hún ellefu stelpur á dag.
Hún leikur sér með margskonar kylfur,
gulnar öll af æfingasandi, og lóð sem eru þung
fyrir beljaka leika í höndunum á henni;
löðrandi í glímusvita lætur hún hýða sig
með svipuhöggum frá kámugum þjálfara:
Hún hvorki borðar á undan né leggst eftir
að hafa ælt upp fleiri gallonum af óblönduðu,
heldur telur það rétt að byrja aftur að sötra,
hafandi graðgað í sig sextán stórsteikum.
Þá, eftir allt þetta, verður hún gröð,
en vill ekki totta – ekki nógu karlmannlegt! -
heldur étur stelpur upp að mitti.
Guðirnir gefi þér einhvern sans, Fílænis,
sem heldur að það sé karlmannlegt að sleikja píku!42
Þetta kvæði Martialisar er svo groddalegt að það á sér fáa viðlíka í fornum
bókmenntum. En engu að síður var það bók Fílænisar sem taldist and-
styggilegt efni til forna, en Martialis naut vinsælda og virðingar;43 hann
taldist ekki brjóta siðgæðisreglur á sama hátt og Fílænis sem hann svo eft-
irminnilega lýsir. Hvers vegna?
Ef bók Fílænisar lýsti tríbadísku kynlífi, og Fílænis sagðist skrifa „út
frá eigin reynslu“, þá var hægt að álykta sem svo að Fílænis væri tríbaða
sjálf. Sem slík myndi hún brjóta ákveðnar grundvallarregur normatívrar
Women Writers of Ancient Greece and Rome: An Anthology, London: Equinox Pu-
blishing, 2004, bls. 45–7. Ekki er minnst á þessa Fílænis hjá Paul Maas, „Philainis“,
Paulys Real-Encyclopädie der Classischen Altertumswissenschaft XiX:2, ritstj. Georg
Wissowa, Stuttgart: J.B. Metzlersche verlagsbuchhandlung, 1938, bls. 2122; A. S.
F. Gow og D. L. Page, The Greek Anthology: Hellenistic Epigrams, 1. bindi, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 1965, bls. 3, 89; D. W. Thomson vessey,
„Philaenis“, Revue belge de philologie et d’histoire 1/1976, bls. 78–83; Holt N. Parker,
„Love’s Body Anatomized“. En Martialis þekkti vel til kynlífshjálparbókanna sem
bókmenntagreinar; sjá Mart. 12.43, 95. Í ljósi frægðar Fílænisar sem slíks höfundar
hlyti hann að búast við því að lesendur hans tengdu nafnið Fílænis við höfundinn.
Sjá einnig umfjöllunina um Fals-Lúkíanos síðar í greininni og Söndru Boehringer,
L’homosexualité feminine dans l’antiquité grecque et romaine, París: Les belles lettres
2007, bls. 310–11.
42 Mart. 7.67.
43 Plin. Ep. 3.21; SHA Ael. 5.9.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON