Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 29
28
er því bæði eftirsótt og fyrirlitin, sem aftur minnir á samfélagsleg viðbrögð
við klámi í dag. Óhófið sem Fílænis boðar er ekki bara óhollt heldur líka
spennandi; óhóf er freisting og Fílænis er, eins og hún gefur í skyn í varð-
veittum brotum bókar sinnar, fræðimaður á sviði freistingarinnar.
Þótt erfitt sé að byggja nákvæma mynd af innihaldi bókar Fílænisar
eða hinna kynlífshjálparbókarhöfundanna er þó hægt að segja að þar hafi
verið fjallað um margvíslegar kynlífsstellingar og –athafnir, þar á meðal
nokkrar sem voru umdeildar eða fyrirlitnar til forna, svo sem munnmök og
jafnvel tríbadisma; þetta gaf bókunum orðspor óhófs og siðleysis. Þannig
hafa þessar bækur jafnframt flest einkenni nútímakláms: Auðfengið efni
sem nýtur lítils samfélagslegs álits, inniheldur framsetningu á hlutgerðum
kvenlíkömum í æsilegum tilgangi, var talið siðspillandi og því reynt að
takmarka aðgengi að því. En Grikkir og Rómverjar fordæmdu ekki Fílænis
vegna þess að hún féll að nútímaskilgreiningum á klámi; margir fornir
textar fjölluðu frjálslega um umdeildar kynlífsathafnir, rétt eins og Fílænis,
án þess að hafa hlotið neinskonar fordæmingu fyrir. Af hverju voru þá kyn-
lífshjálparbækurnar og sérstaklega bók Fílænisar teknar út fyrir ramma?
Þrjú skref
Í fyrsta lagi voru kynlífshjálparbækurnar verk sem voru eignuð kvenhöf-
undum oftar en karlhöfundum; opinber kynferðisleg tjáning kvenna var
óvenjuleg og hefur haft sitt að segja um þann dóm sem kynlífshjálparbæk-
urnar hlutu, þótt forna lesendur hafi marga hverja grunað að raunveruleg-
ir höfundar væru karlmenn. Engu að síður var til einhver hvati að kenna
bækurnar við konur og í fæstum tilvikum var það dregið í efa; þvert á móti
var kyn Fílænisar notað sem virkur þáttur í fordæmingunni á bók hennar
og fantasíur byggðar upp um höfundinn útfrá kyni hans. Fílænis var kona
að ósk lesenda sinna.
Í öðru lagi miðuðu kynlífshjálparbækurnar að dreifingu kerfisbundinn-
ar þekkingar um kynlíf frekar en miðlun einfaldra svipmynda þess, ólíkt
t.d. listaverkunum í Pompeii: Bækurnar virðast hafa haft að geyma lista
yfir kynlífsstellingar og leiðbeiningar um kynhegðun sem skiptust niður
í kafla eftir umfjöllunarefni – voru greinandi fræðibækur af þeirri gerð
sem fornaldarmenn kölluðu historia. Þetta kann að virðast sjálfsagt form
fyrir nútímamönnum en verður í hinu forna samhengi mjög óvenjulegt.
Höfundar kynlífshjálparbókanna gerðu þannig tilkall til þess að vera vísari
en lesendurnir um kynferðismál; Elefantis kenndi lesendum um aðferðir til
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON