Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 31
30
að fást með því að vera umkringdur margvíslegum svipmyndum kynlífs og
nektar allstaðar, í bæði einka- og almannarými, og með reynslu sem erfðist
frá einum einstaklingi til annars – það sem Foucault kallaði ars erotica. En
Fílænis fræddi fólk um kynlíf á allt annan hátt: Hún stillti í upphafi verks
síns upp þeim andstæðum að lifa „í samræmi við rannsóknir“ (gr. historiê),
sem bók hennar bauð upp á, og að lifa „af hendingu“ (gr. parergôs), eins
og þeir sem ekki höfðu lesið bókina gerðu. Hér er um grundvallarmun
að ræða: Hendingin er hinn hefðbundni skilningur fornaldar á kynlífi, ars
erotica, á meðan kynlífshjálparbækurnar minntu með fræðilegri framsetn-
ingu sinni frekar á það Foucault talar um sem einkenni á kynlífsskilningi
nútímans, scientia sexualis.
Þannig má setja fram þá kenningu að sérflokkun og fordæming á kyn-
ferðislegri framsetningu í hinum vestræna heimi – sem eru sögulegu skil-
yrðin fyrir tilurð klámsins – verði til þegar einn skilningur á kynferði og
kynlífi mætir öðrum honum framandi. Þetta sést vel af þeim þrem skrefum
sem hafa verið dregin hér fram úr langri sögu vestrænna kynferðishug-
mynda. Í tilviki Fílænisar og kynlífshjálparbókarhöfundanna mætti hin
nýja, kerfisbundna framsetning kynlífs hinni fornu hefð að láta þekkingu á
kynlífi liggja í loftinu í almannarýminu án greiningar og beinnar kennslu;
þetta skapaði umfangsmikla fordæmingu og sérflokkun á verkum þessara
höfunda í heiðnu samfélagi fornaldar. En sú aðgreining fór fyrir lítið þegar
Klemens og kristnir trúbræður hans stigu fram á völlinn. Þeir gerðu engan
greinarmun á Fílænis og fordæmendum hennar heldur settu alla kynferð-
islega framsetningu heiðinna manna í einn og sama sérflokkinn, sem þeir
svo útrýmdu hægt og hægt úr hinum forna heimi.
Næsta skref sem ég dreg fram var stigið einum sextán öldum síðar, en
þó er ekki ætlunin að gefa í skyn að skilningur vesturlanda á kynferði og
kynlífi hafi verið í einhvers konar kyrrstöðu í millitíðinni. Þvert á móti var
hann í stöðugri þróun, en óneitanlega átti klámhugtakið enn eftir að hljóta
sitt eigið nafn og sinn eigin sess í vestrænu samfélagi. Mikilvægt skref í þá
átt var stigið á 18. öld með uppgreftrinum á Pompeii og Herculaneum. Sú
svipmynd af hinum forna heimi sem þar var grafin upp leiddi nútímamenn
til að uppgötva upp á nýtt hversu framandi kynferðisskilningur fornaldar
var, og kallaði á að sérflokkur Klemensar yfir forna framsetningu kynlífs
væri fundinn upp aftur. Í þetta sinn hlaut hann sitt eigið nafn: Pornographia.
Þetta forna en þó nýja heiti segir sitt um flóknar og óbeinar – en þó ein-
dregnar – tengingar klámhugtaksins við fornöldina.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON