Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 37
36
kvæmt því sem mennska þeirra býður þar sem hlutgervingin sviptir þær
réttinum til sjálfstjáningar og sjálfsákvörðunar.10 Augljóslega má tengja
þessa fullyrðingu MacKinnons fyrrnefndu lögmáli Kants um virðingu
fyrir persónunni þar sem meginhugsjónin er að virða og styrkja hið sjálf-
stæða takmark sérhverrar persónu með lífi sínu og ráðskast ekki með hana
án hennar samþykkis. Betur verður vikið að inntaki túlkunar MacKinnons
á afleiðingum hlutgervingar síðar í greininni.
Nussbaum vill ljá máls á því að hugsanlega megi túlka hlutgervingu í
kynlífi á opnari hátt en oftast er gert. Hér er tekið undir með henni og lýst
áhuga á að skoða þá hugmynd betur hvort hugsanlegt sé að hlutgerving og
kynlíf, þar sem gildi eins og virðing og samþykki eru virt, geti farið saman.
Til að fá svar við því þarf að skoða hlutgervingarhugtakið ofan í kjölinn og
leita að litríkari blæbrigðum en vanalegt er að finna í róttæku femínísku
orðræðunni. Þar er Nussbaum prýðilegur viðmælandi en hún segir erfitt
að henda reiður á hlutgervingarhugtakinu sem sé bæði óljóst og margrætt.
Til að styðja þá skoðun varpar hún fram sjö mismunandi blæbrigðum.
Þessi blæbrigði tengjast vissulega en eru þó ekki alveg sömu merkingar,
skrifar hún. Undir vissum kringumstæðum sé hlutgerving alltaf siðferði-
legt vandamál en undir öðrum geti hún verið ýmist, góð og slæm, allt eftir
samhenginu. Í enn öðrum kringumstæðum megi líta á vissa þætti hlutgerv-
ingar sem forsendu unaðslegs kynlífs.11 Undanfari þessarar niðurstöðu er
greining Nussbaum á nokkrum textadæmum úr þekktum bókmenntaverk-
um þar sem lýst er kynferðislegri hlutgervingu, að hennar mati. Rannsókn
hennar á efninu einskorðast ekki við karlpersónur sem meðhöndla kven-
persónur eins og hlut heldur getur hlutgervingin allt eins verið verk eða
viðhorf kvenpersónu. Markmið Nussbaum með þessari nálgun er að draga
upp eins blæbrigðaríka mynd og hægt er af fyrirbærinu.12
Dæmin sem Nussbaum velur að fjalla um verða ekki endursögð í löngu
máli hér heldur látið nægja að draga fram kjarna hvers dæmis í einni
setningu.13 Samkvæmt túlkun Nussbaum lítur eiginmaðurinn í verkinu
10 Catharine MacKinnon, Toward A Feminist Theory of the State, Cambridge Mass &
London: Harvard University Press, 1989, bls. 124.
11 Martha C. Nussbaum, „Objectification“, bls. 214.
12 Sama rit, bls. 215.
13 Þau bókmenntaverk sem hún styðst við í greiningu sinni á hlutgervingu koma bæði
frá 19. og 20. öld og eru úr verkum eftir D.H. Lawrence, James Joyce, Laurence
St. Clair, Alan Hollingshurst og Henry James. Þá skoðar hún einnig ritið Playboy
sem hóf göngu sína um miðja síðustu öld og ber saman við fagurfræðilegu text-
ana. Sjá nánar á bls. 228–239. Þess má geta að Nussbaum er ekki nýgræðingur á
SÓLvEiG ANNA BÓASDÓTTiR