Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 38
37
Rainbow eftir D.H. Lawrence á eiginkonu sína sem dulúðugt, ómennskt
náttúruafl í kynlífi þeirra; Molly í sögu James Joyce, Ulysses, smættar Blazes
Boylan niður í stærð kynfæra sinna og ber hann á gamansaman hátt saman
við ómennskan graðhest; Macrae í sögu James Hankinson (Laurence St.
Clair), Isabelle and Véronique: For Months, Four Cities, lítur á isabelle, sem
hlut sem má ráðast inn í, valda sársauka og eyðileggja; mynd í Playboyhefti
smættar unga leikkonu í hlutverki tennisleikara niður í líkama sem er stillt
upp fyrir karlmann, tilbúinn til kynlífsathafnar; hetja Alan Hollinghurst í
verkinu The Swimming-Pool Library veltir fyrir sér hvernig hann geti litið
á samborgara sína öðruvísi en líkamshluta eftir að hafa séð þá allsnakta í
sturtu og Maggie og Adam í verki Henry James, The Golden Bowl, líta á
maka sína sem verðmæta fornmuni sem þau hafa safnað og komið fyrir á
góðum stað.14
Nussbaum sem hefur fyrst og fremst áhuga á siðferðilegum þáttum
þeirrar hegðunar sem dregin er upp í bókmenntatextunum styðst við grein-
ingarlíkan Wayne Booth sem heldur því fram að mikilvægt sé að greina
á milli siðfræðilegrar gagnrýni á tiltekna hegðun sem birtist í ákveðnu
textabroti og gagnrýni á heildartextann eða rithöfundarverkið í heild.15
Til að geta sagt eitthvað um hið síðarnefnda þurfi að ná til hins svokall-
aða „innbyggða höfundar“ og spyrja hvaða skoðun textinn/höfundurinn í
heild setji fram, hvers lags langanir og ætlanir hann leitist við að vekja og
standa vörð um. Túlkun Nussbaum er í örstuttu máli á þá leið að viðhorf
eiginmannsins í fyrsta textabrotinu fari saman við viðhorf Lawrence í öllu
verkinu og eigi reyndar við í fleiri verkum eftir hann. Þessu sé öfugt farið
hvað rithöfundinn James Joyce snerti, sú túlkun sem komi fram hjá Molly
sé ekki dæmigerð fyrir þær hugmyndir hann setji fram annars staðar. Hvað
rithöfundinn Hankinson áhræri einkennist allt höfundaverk hans af sams-
konar sýn og komi fram í dæminu af Macrae og sama telur hún að eigi við
um Playboymyndbirtinguna, hún sé einkar dæmigerð fyrir Playboyblöð
yfirleitt. Þótt skáldsaga Henry James veki ýmsar siðferðilegar spurningar
varðandi aðalpersónu sögunnar sem hlutgeri aðrar persónur segir hún
að verk Hollinghurst sé erfiðasta textadæmið af þeim sjö sem hún tók til
þessu svið heldur hefur unnið með greiningu bókmenntatexta í tengslum við aðrar
heimspekirannsóknir sínar, sbr. bók hennar Love’s Knowledge. Essays on Philosophy
and Literature, Oxford, New York: Oxford University Press, 1990.
14 Martha C. Nussbaum, „Objectification“, bls. 215–217.
15 Wayne Booth, The Company We Keep: An Ethics of Fiction, Berkeley: University of
California Press, 1988.
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM