Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 46
45
Í huga MacKinnon er það hinn kerfisbundni ójöfnuður kynjanna sem
hefur áhrif á framleiðslu og neyslu kláms. Klámið hlutgerir konur á van-
virðandi hátt. Þetta eru að sönnu gjörólíkir orsakavaldar enda leiða skýr-
ingar þeirra í mismunandi áttir hvað varðar lausn á vandamálinu. Kant
bendir á hjónabandið sem umbreytir siðlausu kynlífi í ásættanlegt, en
MacKinnon vill banna klám sem hún telur að muni leiða til betri heims
þar sem komið verði sómasamlegar fram við konur. víkjum betur að þessu
atriði hjá MacKinnon.
Samkvæmt MacKinnon er slagkraftur klámsins svo mikill að hann nær
til svo gott sem allrar breytni í garð kvenna í samfélaginu. Birtingarmyndir
kláms hafa þannig bein áhrif á hegðun einstakra karlmanna sem gerir að
verkum að konur eru notaðar og misnotaðar eins og um hluti væri að
ræða. Grófustu dæmin eru kynferðislegt ofbeldi karla í garð kvenna en í
því efni reiðir MacKinnon sig mjög á skoðanir Andreu Dworkin og held-
ur því fram að klámið opinberi ákveðinn sannleika um karlmanninn sem
slíkan og stöðu hans í menningunni. Sannleikurinn sé í hnotskurn sá að
karlmenn elski drottnun og valdbeitingu sem sýni sig best í kynlífinu þar
sem nauðgun er daglegt brauð en einmitt þar hljóta karlmennskuímyndir
menningarinnar mesta staðfestingu.40 Það sem karlar sækjast eftir í klám-
inu, skrifar MacKinnon, er: „bundnar konur, barðar konur, píndar konur,
niðurlægðar konur, vanvirtar og saurgaðar konur, konur sem eru drepn-
ar“.41
Samkvæmt Barböru Herman eru náin tengsl milli túlkunar Kants og
Catharine MacKinnon á kynferðislegri hlutgervingu,42 en staðreyndin er
sú að MacKinnon vísar aðeins einu sinni beint til kenninga Kants um hlut-
gervingu í einni þekktustu bók sinni, Feminism Unmodified. Því er öfugt
farið hvað kenningar Marx um hlutgervingu áhrærir. Kynferðislega hlut-
gervingu kvenna í karlveldissamfélögum telur hún eiga sér skýra hlið-
stæðu í hlutgervingu verkamanna í marxískum kenningum sem neyðast
til að selja öðrum vinnuafl sitt, samanber fleyg orð hennar um að kyn-
líf í femínískum fræðum hafi sambærilega stöðu og vinnan í marxískum
40 Sama heimild, bls 139–142. Hér styðst MacKinnon við skoðanir Dworkins í
Pornography, bls. 69, 132 og 2. kafla í heild.
41 Catharine MacKinnon, Toward a Feminist Theory of the State, bls. 138.
42 Barbara Herman, „Could it be worth thinking about Kant on sex and marriage?“,
A Mind of One’s Own. Feminist Essays on Reason and Objectivity“, ritstj. Louise M.
Antony & Charlotte E. Witt, Boulder & Oxford: Westview, bls. 53–72.
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM