Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 47
46
kenningum.43 Þessa skoðun má tengja mannskilningi beggja en skilningur
Karls Marx á manninum og mannlegu siðferði, líkt og skilningur margra
femínista, sækir bæði til Kants og Aristótelesar, þ.á m. þær hugmyndir
að maðurinn geti aðeins blómstrað eins og honum sé eiginlegt sé hann
sjálfs sín ráðandi og að því gefnu að samskipti hans við samferðarmennina
einkennist af gagnkvæmri virðingu. Marx, líkt og Kant, leit á manneskj-
una sem skapandi vitundarveru og hina eiginlegu lífsstarfsemi mannsins
sem vettvang sköpunarkrafts hans.44 Firringin, lykilhugtak í siðferðis- og
samfélagsgagnrýni Marx, geri þó að verkum að honum auðnist ekki að lifa
því lífi sem honum ber. Hún er tilkomin vegna þess að það sem mann-
eskjunni er dýrmætast, afurð vinnunnar, er frá henni tekin,45 eða með
orðum vilhjálms Árnasonar: „Í firringunni eru menn sem sé sviptir þeim
möguleika sem þeir einir búa yfir, að lifa í samræmi við tilgang sinn og
fyrirætlun – að skapa sér lífsskilyrði sem hæfa manneskjunni sem skyn-
samri og sjálfráða veru.“46 Það er því líkt á komið með einstaklingunum í
marxískum og femínískum kenningum, allir eru þeir háðir hlutlægu kúg-
unarkerfi sem ræður mestu um líf þeirra og afkomu – einnig kynlíf þeirra.
Þótt ráðstefnugestir í Hörpu 2015 hafi margir hverjir tekið undir
með MacKinnon um hinar háskalegu afleiðingar kláms í samfélaginu
og nauðsyn þess að banna það hefur sá boðskapur verið umdeildur frá
upphafi.47 Fulltrúar þess arms kvennahreyfingarinnar sem voru jákvæð-
ar gagnvart klámi um og upp úr 1980 sökuðu femínista á móti klámi
um oftúlkun í þessu efni en einnig um ýmislegt annað, s.s. nauðhyggju,
kynjatvenndareðlishyggju og að takmarka kúgun kvenna við einkasvið-
ið.48 Klámandstæðingar voru jafnvel sakaðir um að hlutgera einstaklinga
43 MacKinnon orðar þetta svo í Feminism Unmodified, bls. 48: „in my view, sexuality
is to feminism what work is to Marxism.“
44 Sbr. Karl Marx og Friedrich Engels, Þýska hugmyndafræðin, þýðing og inngangur
eftir Gest Guðmundsson, Reykjavík: Mál og menning, 1983, bls. 24–25. Ég reiði
mig á greiningu vilhjálms Árnasonar varðandi þetta atriði, sjá Farsælt líf, réttlátt
samfélag, bls. 147.
45 Karl Marx og Friedrich Engels, Þýska hugmyndafræðin bls. 31.
46 vilhjálmur Árnason, Farsælt líf, réttlátt samfélag, bls. 150.
47 Lynn S. Chancer, „Feminist offensives“, bls. 739–760; Bernadette Barton, „Danc-
ing on the Möbius Strip“, bls. 585–602.
48 Susanna Paasonen, Kaarina Nikunen & Laura Saarenmaa, „Pornification and
the education of desire“, Pornification: Sex and Sexuality in Media Culture, ritstj. S.
Paasonen, K. Nikumen og L. Saarenmaa, 2007, Oxford: Berg, bls. 1–20. Sjá einnig
Jenna Basiliere, „Political is personal: Scholarly Manifestations of the Feminist Sex
Wars“ Michigan Feminist Studies, 2008–2009,.
SÓLvEiG ANNA BÓASDÓTTiR