Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 48
47
sem ynnu í klámi.49 Í fararbroddi gagnrýninnar á andstæðinga kláms má
nefna Carole vance og Gayle S. Rubin en um gagnrýni beggja má segja
það að þótt MacKinnon væri höfuðskotspónn þeirra lagði hvorug mikla
áherslu á hlutgervinguna sem sérstakt vandamál.50 vance ítrekaði mik-
ilvægi kynlífsánægju kvenna, sem hluta af eflingu sjálfsákvörðunarréttar
þeirra og frelsis51 en áherslur Rubin voru margþættari og lutu ekki síst að
því að hrekja túlkun MacKinnon á skaðsemi kláms.52 Þá hafnar hún því
að klám sé myndræn heimild um ofbeldi gegn konum í menningunni eins
og MacKinnon og Dworkin héldu fram en bætir við að nóg sé af heim-
ildum um það vandamál í öðru samhengi. Þannig hafnar Rubin því ekki að
ofbeldi gegn konum sé vandamál heldur véfengir hún túlkun MacKinnons
og Dworkins um að beint orsakasamhengi sé á milli kláms og ofbeld-
is. Einnig gagnrýnir hún þær fyrir að skilja ekki hið sérstaka samhengi
klámmyndagerðar og hin ýmsu bellibrögð sem kvikmyndalistin nýti sér
til að draga upp tilbúinn veruleika. Enginn munur sé á klámkvikmynda-
samhengi og öðru kvikmyndalegu samhengi hvað þetta varði. Enginn
sem horfi á hasarmynd frá Hollywood geri ráð fyrir því að leikurunum sé
unnið mein við kvikmyndatökurnar þrátt fyrir að ofbeldi og jafnvel morð
sé hluti frásagnarinnar.53 Klámandstæðingahreyfingin vill vel en missir
marks, skrifar Rubin, með því að taka sífellt ógeðslegri klámdæmi svellur
henni móður, allir karlmenn umbreytast í ofbeldismenn og melludólga
sem meiða og vanvirða konur. Að banna klám, líkt og MacKinnon og fleiri
49 Lynn S. Chancer, „Feminist offensives“, bls. 739–760, Elizabeth Bernstein, „That’s
wrong with prostitution? What’s right with sex work? Comparing markets in fe-
male sexual labor“, Hastings Women’s Law Journal 1/1999, bls. 91–117.
50 vance er þekktust fyrir aðkomu sína að Barnard College kynlífsráðstefnunni 1982
sem hún skipulagði auk þess að ritstýra greinasafni með erindunum sem þar voru
flutt, sjá Pleasure and Danger. Exploring Female Sexuality, ritstj. Carol S. vance,
Boston: Routledge and Degan Paul, bls. 198. Rubin er þekkt fyrir kenningar sínar
um kynferði, kyngervi og kynverund. Hún er almennt talin hafa lagt grundvöll
að fræðasviði hinsegin fræða með grein sinni „Thinking Sex. Notes for a Radical
Theory of the Politics of Sexuality“, sem kom upprunalega fram á Barnard College-
ráðstefnunni 1982 og var fyrst birt í ritsafninu Pleasure and Danger, bls. 267–319.
Endurbirt í nýlegu ritsafni sem inniheldur allar helstu greinar Rubin, Deviations,
Durham og London: Duke University Press, 2011, bls. 137–181.
51 Carole S. vance, „Pleasure and Danger: Toward a Politics of Sexuality“, bls. 24.
52 Gayle S. Rubin, „Misguided, Dangerous, and Wrong. An analysis of antipornog-
raphy politics“. Upprunalega birt í Bad Girls and Dirty Pictures. The Challenge to
Reclaim Feminism, ritstj. Alison Assiter og Carol Avedon, London: Pluto, 1993, bls.
18–40. Endurbirt í Deviations, bls. 254–275, hér bls. 255.
53 Gayle S. Rubin, „Misguided, Dangerous, and Wrong“, Deviations, bls. 266–267.
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM