Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 50
49
allt kynferðislegt athæfi utan hjónabands fordæmt sem siðlaust. Í hinu
trúarlega samhengi kallast kynlíf utan hjónabands ýmist synd eða afbökun
á hinum náttúrulega og rétta tilgangi kynlífs, sem er fjölgun mannkyns
líkt og fram kemur í 1. Mósebók. Eina örugga, ásættanlega og „eðlilega“
kynlífið er það sem á sér stað milli maka í hjónabandinu.59 Kant var inni á
þekktu spori menningarinnar þegar hann boðaði hættu kynlífs utan hjóna-
bands og kynferðislega hlutgervingu af völdum kynhvatarinnar, Ég get því
tekið undir með Franke hér að framan: vestræn menning er og hefur verið
gegnsýrð af tortryggni í garð kynlífs. Það varð ekki síst ljóst í umræðunni
sem átti sér stað í íslensku samfélagi um hjónaband samkynhneigðra á
sínum tíma þar sem hommum og lesbíum var brigslað um lauslæti að eðl-
isfari sem gerði þau óhæf til inngöngu í hið heilaga hjónaband þar sem
kynjatvenndin tryggir „eðlilegt“ og frjósamt kynlíf.
Í stað þess að dvelja lengur við þetta stef sný ég mér aftur að Mörthu
Nussbaum sem við skildum við í miðri flókinni úrvinnslu á hinum marg-
víslegu víddum hlutgervingar. Til að gera langa sögu stutta þá er það
ályktun Nussbaum, byggð á greiningu hennar á ákveðnum textadæmum,
að hlutgerving sé oft hluti ánægjulegs kynlífs. Unaður kynlífs, segir hún,
felst m.a. í því að persónurnar sem það stunda gefast hvor annarri á vald,
afsala sér sjálfræði, vilja og getu um stundarsakir, já, leyfa sér í hita leiksins
að umbreytast í viljalaus verkfæri. Með öðrum orðum og kannski aðeins
meira ögrandi má segja að hún spili boltanum yfir á vallarhelming Kants
og samsami sig þeirri niðurstöðu hans að hlutgerving sé venjuleg og jafn-
vel það sem kalla má „eðlileg“ í kynferðislegu samhengi þar sem karlar og
konur leyfi margvísleg „afnot“ af líkama sínum. Kynlífsánægja og kynferð-
isleg fullnæging er markmið þeirra sem stunda kynlíf, skrifar hún í kant-
ískum anda, og leiðin þangað er vörðuð ýmiss konar atferli sem utan frá
séð getur virst kjánalegt, óskynsamlegt og siðferðilega vafasamt.60 Hún er
því á sömu skoðun og Kant þegar hún segir að líkaminn sé í brennidepli
kynlífs, fremur en siðferðilegar hugsjónir um virðingu fyrir reisn pers-
ónunnar. Hún segist einnig sammála MacKinnon og Kant um að það að
meðhöndla manneskju eins og hlut sé siðferðilegt vandamál – ef slík með-
höndlun á sér stað í umhverfi þar sem mennska persónunnar er ekki virt,
þ.e. manneskjan hefur ekki samþykkt þá meðhöndlun á sér. Það sem máli
skipti þegar leitast sé við að skilja aðstæður og efni af kynferðislegum toga,
59 Gayle S. Rubin, „Thinking sex”, Deviations, bls. 148–155.
60 Martha C. Nussbaum, „Objectification“, bls. 228.
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM