Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 54
53
mínu mati. Fyrsti vísir að svari við spurningunni sem varpað var fram í upp-
hafi greinar er þá sá að hlutgerving þurfi langt því frá alltaf að vera af hinu
illa heldur megi réttlæta hana í vissum kringumstæðum. Taka mætti mörg
dæmi um slíkar kringumstæður, eitt gæti verið framleiðsla á klámi, annað
BDSM og þriðja samkynhneigt eða gagnkynhneigt hjónaband eða kyn-
lífssamband en í öllum tilvikum geri ég ráð fyrir sjálfræði og samkomulagi
milli einstaklinganna. Ef sjálfræði og samkomulag er hins vegar ekki til
staðar erum við á allt öðrum slóðum, kringumstæðum sem gætu einkennst
af vanvirðingu, kúgun og jafnvel ofbeldi. Slíkar kringumstæður eru hvorki
í brennidepli umræðu Nussbaum né greinarhöfundar. Það þýðir m.a. að
hvorki er tekið undir alhæfandi forsendur né fullyrðingar MacKinnons um
hryllilegt eðli og hryllilegar afleiðingar kláms í samfélaginu. Að sama skapi
er hvorki tekið undir hina meintu, almennu og útbreiddu hlutgervingu
allra kvenna af völdum kláms né staðhæfinguna að rekja megi kynferðislegt
ofbeldi að miklum hluta til klámnotkunar karla. Ef MacKinnon hefði rétt
fyrir sér í þessu væri að sjálfsögðu ekki merkingarbært að fjalla um siðferði
kláms og trúlega ekki kynlífs heldur. Þá þyrfti trúlega að banna bæði kynlíf
og klám til að bjarga konum, samfélaginu og menningunni í heild, líkt og
hún leggur til. Þeirri skoðun deili ég ekki af sömu ástæðum og Rubin hefur
tilgreint. Klám hefur mörg andlit og því ómögulegt að alhæfa um slæmar
afleiðingar þess. Ég tek undir með vance, Rubin og Nussbaum og tel mik-
ilvægt að fjalla um konur og kynlíf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og
styrkja konur sem kynverur. Sjálfræði og frelsi kvenna í kynlífi þarf að fá
að minnsta kosti jafnan sess og hlutgerving og vanvirðing. Konur eiga val
um að taka þátt í kynlífsathöfnum í margvíslegum kringumstæðum, klámi
þar á meðal, án þess að það sé siðferðilega vanvirðandi, ef sjálfræði, sam-
komulag og samþykki er til staðar. Hlutgerving á sér margvíslegar birting-
armyndir og er langt því frá alltaf skaðleg.
ú T D R Á T T U R
Hlutgerving, kynlíf og klám
Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru harðar deilur meðal femínista þegar róttæk-
ir femínistar gagnrýndu kynferðislega hlutgervingu í klámi og héldu því fram að
klám væri birtingarmynd kynlífsnauðungar, iðkun kynjapólitíkur og stofnun sem
byggði á ranglæti. Frjálslyndir femínistar andmæltu þeirri túlkun og sögðu hana
ótrúverðuga og öfgafulla. Heimspekingurinn Martha Nussbaum sem skoðað hefur
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM