Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 58
57
Tabú dýrahneigðarinnar og ótti samfélagsins við að horfast í augu við
slíka hegðun er að mörgu leyti áhugavert efni, ekki síst vegna þess hversu
löng menningarsaga býr þar að baki. Ef marka má bókina Dearest Pet (1994)
eftir hollenska fræðimanninn Midas Dekkers hefur dýrahneigð verið til
staðar frá upphafi mannkynssögunnar. Þar lýsir höfundur birtingarmynd-
um dýrakynlífs í ólíkum menningarheimum á mismunandi tímum, stiklar
á stóru í gegnum goðsögur, þjóðsögur, ævintýri, bókmenntir og myndlist
fram til okkar daga og sýnir fram á að hneigð til annarra dýrategunda
eigi sér ríkulega baksögu. Elsta dæmið í bókinni er sænsk steinrista frá
bronsöldinni sem sýnir karlmann ríða stórum ferfætlingi af óskilgreindri
dýrategund. Dýraástin sem Dekkers dregur fram með þessum dæmum er
ást sem gengur lengra en hefðbundin gæludýraást samtímans og ferðast
þvert yfir kynferðisleg tegundamörk, á skjön við almenna hegðun annarra
spendýra, sem halda sig iðulega innan eigin tegundaramma.4 En sú stað-
reynd að ákveðin hegðun hafi fylgt okkur í þúsundir ára er ekki sjálfsögð
réttlæting á þeirri hegðun, heldur þarf að líta á hana í ljósi siðferðislegra
og samfélagslegra krafna hvers samtíma fyrir sig og í rökréttu samhengi
við ríkjandi viðhorf. Þannig ætti umræðan um dýrakynlíf að breytast eftir
tímum og stöðum og því er áhugavert að velta fyrir sér hvernig hún tengist
samtímaumræðu um stöðu dýra.
viðamikil menningarsaga dýrakynlífs sýnir að dýrahneigðarbannhelgin
er ekki tilkomin vegna þess að athöfnin sé sjaldgæf, heldur af öðrum ástæð-
um. Í „Heavy Petting“ (2001), umdeildri hugleiðingu um og gagnrýni
á bók Dekkers, veltir heimspekingurinn og nytjastefnumaðurinn Peter
Singer upp spurningum varðandi þetta ákveðna bann. Hann bendir á að
sé litið á dýrahneigðina aðeins sem eina tegund kynlífsathafna, þá standist
slíkt bann ekki samanburð við aðrar kynlífsathafnir, þar sem hver bann-
helgin á fætur annarri hefur fallið á síðustu áratugum. Hann telur aðra
hvata liggja að baki óttanum gagnvart dýrahneigðinni og skilgreinir þá
fyrst og fremst út frá „löngun okkar til að aðgreina okkur sjálf frá öðrum
dýrum á erótískan hátt og allan annan“.5 Með öðrum orðum þá minnir
kynlíf manna og dýra okkur á að við erum sjálf dýrsleg og líkamlega skyld
öðrum spendýrum, en það er skyldleiki sem margir vilja ekki horfast í augu
4 Midas Dekkers, Dearest Pet, bls. 1.
5 „Our desire to differentiate ourselves, erotically and in every other way, from ani-
mals [...]“. Peter Singer, „Heavy Petting“, Utilitarian.net, sótt 10. mars 2016 af
http://www.utilitarian.net/singer/by/2001----.htm. Birtist fyrst á vefnum Nerve.
com, 2001.
DýRSLEGAR NAUTNiR