Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 59
58 við. Líkamleiki okkar mannfólksins kemur líklega hvergi jafnskýrt í ljós og einmitt í kynlífinu, þar sem losti holdsins nær yfirráðum og ævafornar dýrslegar hreyfingar vakna úr djúpum þróunarfræðilegum svefni. viðleitnin til að aðgreina okkur frá öðrum dýrategundum er rótgróin í nútímasamfélagi og tengist kristnum fræðum sterkum böndum, þar sem áhersla er lögð á sálina, hið andlega, á kostnað hins líkamlega og dýrs- lega.6 Þessa áherslu á heilagleika mannsins má bera saman við ýmis forn- aldartrúarbrögð, þar sem vensl manna og dýra voru viðurkennd á meta- fórískan hátt í gegnum frásagnir af blendingum manna og dýra. Dæmi um slíkar sögur má finna í Ummyndunum Óvíðs (frásagnirnar af Ledu og svaninum eða Seifi að tæla Evrópu í nautslíki koma upp í hugann), afkvæmum Loka í norrænum goðsögum (hann hafði mök við hesta og tröll) og í evrópskum ævintýrum um hamskipti og fólk í álögum (mann- fólk breytist í froska, birni, broddgelti og seli, svo nokkur dæmi séu nefnd). Hugmyndin um þróunarfræðileg vensl manna og annarra dýra er ekki ný af nálinni, þótt ekki hafi tekist að færa endanlega á þau sönnur fyrr en með tilkomu Darwins á 19. öldinni. Fornaldarspekingarnir Lúkretíus, Cíceró, Díódórus Sikúlus og Hóratíus gáfu allir í skyn í skrifum sínum að „mann- kynið þróaðist jafnt og þétt út frá dýrslegu eðli og myndaði smátt og smátt tungumál og siðmenningu“, eins og sálfræðingurinn Richard Ryder orðar það í bók sinni um langa sögu dýrasiðfræðinnar.7 Jafnvel þeir fornaldarheimspekingar sem lögðu hvað mesta áherslu á stigveldi náttúrunnar, þar sem maðurinn tróndi efstur allra dýra, gerðu sér engar grillur um að maðurinn væri nokkuð annað en dýr. Aristóteles kallaði okkur „rökhugsandi dýr“ og taldi mannfólk æðra öðrum tegund- um vegna heilabúsins, en neitaði okkur aldrei um hina líkamlegu dýrs- legu hlið sem við deilum með ferfættum frændum og frænkum okkar.8 Kirkjufeðurnir sem tóku upp hugmyndafræði Aristótelesar um náttúrulegt stigveldi héldu í hugmyndina um hásæti mannsins en skáru hins vegar burt jarðtenginguna við dýrin. Í staðinn varð maðurinn sköpunarverk Guðs, 6 „On the one hand, especially in the Judeo-Christian tradition – less so in the East – we have always seen ourselves as distinct from animals, and imagined that a wide, unbridgeable gulf separates us from them. Humans alone are made in the image of God. Only human beings have an immortal soul. in Genesis, God gives humans dominion over the animals.“ Peter Singer, „Heavy Petting.“ 7 „Humankind had only slowly developed from the animal condition, gradually forming language and civilization.“ Richard D. Ryder, Animal Revolution: Chang- ing Attitudes towards Speciesism, Oxford: Berg, 2000, bls. 68. 8 Sama rit, bls. 18. GunnAR ThEodóR EGGERTSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.