Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 66
65
ekki að réttlæta kynlíf með dýrum (né heldur önnur form dýramisnotk-
unar), heldur fyrst og fremst að benda á að hver sá sem gagnrýnir hegðun
hins dýrhneigða er ekki í stöðu til þess án þess að vera líka gagnrýninn
á aðrar líkamsárásir gagnvart dýrum – kjötát þar með talið. Tilhneiging
samfélagsins til að úthrópa þá sem leggjast með dýrum án þess að líta í
eigin barm getur því ekki verið af hreinni samúð gagnvart dýrinu, svo
fremi sem samfélagið heldur áfram að hlutgera líkama þeirra á öðrum
sviðum gagnrýnislaust. Og tilhugsunin um hlutgerða líkama færir okkur
loks yfir í klámið.
II. Klámið
Dýr hafa komið við sögu í kynlífskvikmyndum nánast frá upphafi, líkt og
sjá má í safnmyndinni The Good Old Naughty Days (Polissons et galipettes,
2002), sem tekur saman dónalegar stuttmyndir frá fyrstu áratugum kvik-
myndalistarinnar, en þar má finna efni sem sýnir kynlíf með hundum. Að
sama skapi birtist grafískt dýraklám strax í upphafi klámbylgjunnar í kring-
um 1970, en Linda Lovelace lék m.a. í dýraklámstuttmyndinni Dogorama
(1971, einnig þekkt sem Dog Fucker) sem sýnir Lovelace í samneyti við
hund, líkt og titillinn gefur til kynna. Fleiri dæmi eru til frá fyrstu árum
klámiðnaðarins, en ekkert í líkingu við dýrakynlíf dönsku leikkonunnar
Bodil Joensen, sem hefur verið kölluð „drottning dýrakynlífsins“20 og varð
á sinn hátt fyrsta (og eina) raunverulega dýraklámstjarnan. Saga hennar
er rakin vandlega í heimildamyndinni „The Real Animal Farm“ úr þátta-
röðinni The Dark Side of Porn (2006), sem og áhrif hennar á iðnaðinn.21
Dýraklámmyndir hennar voru teknar upp í Danmörku á áttunda áratugn-
um og bárust manna á milli um svarta markaði kláms víða um lönd, sér-
staklega á Englandi, þar sem safnspóla undir titlinum Animal Farm náði
nokkurs konar költ-stöðu meðal áhugamanna sem ein sú illfáanlegasta
og subbulegasta í geiranum, enda dýraklám sjaldséð efni. Myndir hennar
urðu frægar meðal áhorfenda kláms á áttunda og níunda áratugnum, enda
hafði enginn séð neitt því líkt áður, og nú hefur Joensen hlotið endur-
20 Jack Stevenson, „Dead Famous. The Life and Movies of Erotic Cinema’s Most
Exploited Figure, Fleshpot. Cinema’s Sexual Myth Makers & Taboo Breakers,
Manchester: Headpress, 2006, sótt 10. mars 2016 af http://alldogs.xtremebeast.
com/bodil/bio.html.
21 The Dark Side of Porn. Önnur sería, fimmti þáttur: „The Real Animal Farm“.
Leikstjóri: Molly Mathieson. Channel 4 Television, 2006.
DýRSLEGAR NAUTNiR