Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 70
69
hundruð milljóna manna.28 Dýraklámið er þannig kjörið tækifæri til að
rannsaka hóp sem snýst í kringum hegðun sem er álitin svo afbrigðileg
almennt séð að „líkurnar á að menningarkimi þróist í áþreifanlegu rými er
nánast ekki til staðar“.29
Jenkins og Thomas tóku fyrir 100 vefsíður tengdar dýrakynlífi og klámi
– mun fleiri en ég lagði í að skoða – og skipta efninu í þrjá meginflokka:
klám, sem snýst um grófa framsetningu á dýrakynlífi, markaðssett gagnvart
þeim sem virðast njóta þess; samfélagsuppbyggingu (e. community build-
ing), vefi sem halda utan um hugmyndir og málefni dýrhneigðra, ýta undir
samskipti þeirra á milli og leggja áherslu á að normalísera dýrahneigð; og
sýnihneigð (e. exhibitionism), þar sem dýrakynlíf er sett fram „annað hvort
sem siðferðislegt mat eða í gríni“, s.s. sýna dýrhneigða sem viðundur (e.
freak show).30 Klámið var í miklum meirihluta, en 80% síðnanna sem
skoðaðar voru snerust alfarið um klám og 6% í viðbót tengdu klámið við
hina tvo flokkana. Eftir stóðu 7% af „hreinum“ samfélagssíðum og 7% af
„hreinni“ sýnihneigð. Hvað varðar klámið kom í ljós að dýraklám birtist
iðulega í tengslum við aðrar blætissíður, einkum tengt sifjaspelli, þvagláti
og stólpípum, en tengdist annars ekki viðteknara blæti, á borð við fóta- eða
nærfatablæti. Þetta greina höfundar sem dæmi um að dýraklámið tilheyri
almennt markaði fram úr hófi afbrigðilegra kynlífsathafna (e. extremely
deviant sexual activities) og þótt síðurnar innihaldi efni sem vekur líklega
áhuga dýrhneigðra telja þeir að margar þeirra séu sóttar af klámneytend-
um almennt, þótt þeir geti ekki dregið beinar ályktanir um það út frá þeim
gögnum sem birtast í könnuninni.31
Almennar áherslur kláms koma þó að vissu leyti fram í ályktunum
Jenkins og Thomas á framsetningu kvenna í dýrakláminu sem þeir skoð-
uðu, en það styður jafnframt upplifun mína á því myndefni sem ég sá.32
Klámið virðist frekar snúast um niðurlægingu konunnar heldur en fram-
28 Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online“, bls. 4.
29 „The likelihood of a subculture developing in physical space is very nearly nil
[...]“. Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online: Portrayals
of Bestiality on the internet“, bls. 5.
30 „Either as moral judgement or humor [...]“. Robert E. Jenkins og Alexander R.
Thomas, „Deviance Online“, bls. 8–9.
31 Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online“, bls. 10.
32 Áhugavert er að Jenkins og Thomas virðast komast að sömu niðurstöðum og ég, í
ljósi þess að ég kynntist ekki grein þeirra fyrr en eftir að ég hafði skrifað og túlkað
mínar eigin upplifanir af vafri um sömu slóðir. Kærar þakkir fær Sigga Dögg Arn-
ardóttir, kynfræðingur, fyrir ábendinguna.
DýRSLEGAR NAUTNiR