Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 71
70
setningu á kynlífi á milli tegunda, en konur koma almennt fram sem við-
fang og skotspónn innbyggðs áhorfanda, frekar en dýrið eða samlífið
þeirra á milli. Af þeim 100 vefsíðum sem þeir skoðuðu fundu þeir aðeins
einn karlmann á ljósmynd, þar sem hann hlaut munnmök frá geit, en jafn-
framt er nakinn kvenmaður hjá honum á myndinni, og einungis konur
í því sem eftir stendur af myndaröðinni (sú grófasta sýndi geitarhorn
inni í leggöngum konu). Thomas og Jenkins geta ekki lýst framsetningu
kvennanna öðruvísi en sem niðurlægjandi og komast því að þeirri nið-
urstöðu að „grundvallargjafi kynferðislegrar nautnar hjá neytendum sé
þessi niðurlæging á konum“.33
Nautn áhorfandans virðist þannig ekki endilega stafa af forvitni gagn-
vart dýrakynlífi, heldur fyrst og fremst forvitni gagnvart banninu og ein-
hvers konar fróun af því að sjá farið með kvenmannslíkamann á þennan
ruddalega og sjokkerandi hátt – eða einfaldlega að sjá dýrin (mennsk jafnt
sem ómennsk) niðurlægð á skjánum.
Dýraklámið er eins grafískt og hugsast getur, subbulegt og vafasamt, og
erfitt að ímynda sér að fyrirsæturnar hafi raunverulegan áhuga á kynferði
dýra, heldur séu fyrst og fremst að vinna vinnuna sína. Þeir fáu karlmenn
sem birtast í dýrakláminu eru aðallega að ríða konunum samtímis því sem
þær þjónusta dýrin og eru þá í nokkurs konar hópkynlífi, en maðurinn
fylgir frekar konunni, en ekki dýrinu. Sjálft dýrakynlífið virðist fyrst og
fremst vera hlutverk konunnar. Efni sem sýnir karlmann að ríða kvendýri
er til staðar, en slíkt er vandfundið. Mögulega er eitthvað til af efni sem
sýnir konu að þjónusta kvendýr, nokkurs konar lesbískt dýraklám, en ég
rakst ekki á það í fljótu bragði. Hins vegar má finna gnótt af karlmönnum
inni á dýraklámsíðum fyrir homma, þar sem þeir eru nokkurn veginn í
hlutverki hinnar gagnkynhneigðu konu, og eru að þjónusta karldýr eða fá
þau inn í sig. Hið mennska hlutverk í dýrakláminu er því fyrst og fremst
kvenlegt, þar sem konum er stillt upp svipað og í öðru klámi, þær hlut-
gerðar og framsettar til að þjónusta karlkyns áhorfanda. Konur eru þjónar
og viðtakendur, en karlhlutverkið er frátekið fyrir sjálf dýrin. Þarna má
finna ákveðinn mun á kynlífi dýrhneigðra og áherslum dýraklámsfram-
leiðendanna. Hjá dýrhneigðum er því einmitt öfugt farið, en þar virðast
karlarnir vera í meirihluta þeirra sem stunda kynlíf með dýrum.34
33 „A primary source of sexual pleasure for the viewer is the presentation of such
degradation of women“, Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance
Online“, bls. 12.
34 Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online“, bls. 7–8.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon