Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 72
71
Áhersla klámiðnaðarins á hlutverk konunnar sýnir að innbyggði áhorf-
andinn er karlmaður, en ekki endilega dýrhneigður karlmaður, því sá maður
hefði eflaust meiri áhuga á að sjá öðruvísi kvendýr í aðalhlutverki. Þannig
má ímynda sér að Mark úr Animal Passions ætti varla mikið erindi inn á
dýraklámvefina, þar sem lítið er að finna af hryssum sem framsettar eru
sem kynverur. Skotspónn áhorfsins er fyrst og fremst hin mennska (nið-
urlægða) kona, en ekki hið kynferðislega dýr. Jenkins og Thomas koma
einnig inn á þetta. Þeir virðast hissa á því hversu lítið þeir fundu af dýrum
í hlutverki hins kynferðislega viðfangs og telja það óljóst að hversu miklu
leyti dýraklám snýst um sjónarhorn dýrhneigðra. Þeir hallast að þeirri
ályktun að mannfólkið í dýrakláminu hneigist ekki endilega til dýra, en
þora þó ekki að fullyrða um það. Þeir hika hins vegar ekki við að fullyrða
að „bróðurhluti dýrakláms á vefnum niðurlægir konur, svo ekki sé minnst á
dýrin“.35 Þetta endurspeglar jafnframt fyrrnefndar skilgreiningar Miletski,
þar sem dýraklámið er frekar tengt „dýrakynlífi“ heldur en „dýrahneigð“,
því tilfinningasambandið sem dýrhneigðir segjast upplifa er augljóslega
ekki til staðar í klámheimum.
Það er erfitt að átta sig á hvernig farið er með sjálf dýrin á bak við tjöld-
in, en líklega þarf ákveðið magn af tamningu (og væntanlega ofbeldi) til að
láta dýrin hlýða því sem þau eiga að gera. Þar sem efnið er einungis fram-
leitt í gróðaskyni er erfitt að trúa að vellíðan dýranna sé í fyrirrúmi – að
minnsta kosti er hvergi minnst einu orði á meðferð dýranna á þeim vefsíð-
um sem ég skoðaði – og því öruggara að gera ráð fyrir því að þau séu beitt
harðræði heldur en hitt, enda virðast lönd með sterkar dýravelferðarhreyf-
ingar þegar hafa knúið í gegn bann við slíku. Þannig er til mikið af upp-
lýsingum um fyrrnefndar ákvarðanir Danmerkur og Niðurlanda að banna
kynlíf með dýrum og einnig má finna pressu á nágrannalönd á borð við
Finnland að fylgja því fordæmi, en hvað varðar meðferð á svæðum þar sem
dýraklámið sjálft er framleitt virðist mestmegnis þögnin ríkja. vissulega
eru dýravelferðarfélög starfandi á þeim svæðum – Brasilía er t.d. að herða
reglur um dýravelferð um þessar mundir36 – en málefni dýrakláms virðast
neðarlega í forgangsröðinni.37 Mögulega er hægt að framleiða dýraklám
35 „Most bestiality found online is degrading to women, to say nothing of the ani-
mals.“ Robert E. Jenkins og Alexander R. Thomas, „Deviance Online“, bls. 15.
36 „Tighter rules mean Brazil is now kicking goals on animal welfare“, The Con-
versation, 11. júlí 2014, sótt 27. apríl 2016 af http://theconversation.com/tighter-
rules-mean-brazil-is-now-kicking-goals-on-animal-welfare-27805.
37 Þess má geta að með einfaldri Google leit að „animal welfare bestiality porn“
DýRSLEGAR NAUTNiR