Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 77
76
úreltri hugsun sem skilgreinir mannfólkið utan dýraríkisins. Tilhugsunin
um raunverulegt dýraklám getur sært okkur fyrir hönd dýrsins sem illa
er farið með, en innan fantasíunnar, þar sem líkamar blandast öðrum lík-
ömum og flæða fram og aftur óháð tegundamörkum, eru slík særindi ekki
til staðar. Ef tilhugsunin um villt, ævintýralegt og ímyndað kynlíf á milli
tegunda særir blygðunarkennd okkar, óháð hugmyndum um stigveldi,
hlutgervingu eða hópaskiptingu, þá er það líklega vegna þess að við viljum
ekki horfast í augu við þessi tengsl okkar við önnur dýr, og það er hugsun
sem ágætt er að staldra við og íhuga.
ú T D R Á T T U R
Dýrslegar nautnir
Nokkrar hugleiðingar um dýrahneigð og dýraklám
„Dýrslegar nautnir“ byggir á rannsóknum höfundar tengdum dýrasiðfræði almennt
sem færðu hann óbeint inn á braut dýrakláms út frá siðfræðilegum vinklum. Greinin
er yfirlit um undirgeira dýra- og klámfræða sem hefur lítið verið skoðaður og fáir
þekkja til. Sérstök áhersla er lögð á dýrasiðfræðina og samhliða því er reynt að velta
fram ólíkum hliðum á þessu flókna máli í von um að varpa nokkru ljósi á efnið.
Fyrri hluti greinarinnar skoðar hugmyndir um dýrahneigð og hvernig dýrasiðfræðin
hefur tekið á málinu, einkum í tengslum við fræga og umdeilda grein nytjastefnu-
spekingsins og dýrasiðfræðingsins Peter Singers frá 2001. Síðari hluti greinarinnar
skoðar dýraklám á veraldarvefnum, hvaða dýrategundir birtast helst og hvernig
framsetning dýranna fer fram. Saman mynda hlutarnir tveir ákveðna heild út frá
hugmyndum um húsdýrahald almennt og skoðar dýraklámið sem hluta af kerf-
isbundinni nýtingu á líkömum dýra í samfélaginu.
Lykilorð: dýr, klám, dýrahneigð, dýraklám, dýrafræði, dýrasiðfræði, heimspeki,
kynjafræði, kynfræði
A B S T R A C T
Heiti greinar á ensku
Undirfyrirsögn á ensku
„Animal passions“ is based on the author’s research regarding animal ethics in gen-
eral, which indirectly brought him to the path of bestiality from an ethical point of
view. The article presents an overview of bestiality and animal-related pornography
which has generally been given little attention. A special emphasis is on animal
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon