Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 80
79
hjalti hugason
Hvenær urðum við lúthersk
og hvenær hættum við að vera það?
Leit að viðmiðum í siðaskiptasögu Íslendinga
Senn verða 500 ár liðin síðan Marteinn Lúther (1483–1546) hóf siðbót-
arstarf sitt er leiddi til klofnings kirkjunnar í vestanverðri Evrópu og þess
að rómversk-kaþólsku og evangelísk-lúthersku kirkjurnar urðu til sem
aðgreindar kirkjudeildir.1 Þessi tímamót gefa tilefni til að spyrja hvenær
og hvernig Íslendingar urðu hluti hinnar lúthersku kirkjudeildar. Róttækar
breytingar á stöðu og hlutverki trúar og kirkju ekki síst í norðan- og vest-
anverðri Evrópu, það er á hinu hefðbundna lútherska svæði, gefa svo til-
efni til að spyrja um hvernig stöðu þessara mála sé háttað hér á líðandi
stundu. Spyrja má hvort þjóðin geti enn talist lúthersk eða hvort trúar-
félagsfræðilegar breytingar af ýmsu tagi hafi valdið því að hinu lútherska
skeiði í sögu Íslendinga sé ef til vill lokið.
Mótmæli Lúthers suður í Wittenberg urðu þess valdandi að nokkr-
um áratugum síðar urðu hér siðaskipti er ný kirkjuskipan var innleidd
og kristnilíf landsmanna í kirkju og koti tók að þróast til lútherskrar átt-
ar.2 Þessi breyting átti sér ekki stað í skjótri svipan eða byltingu er leiddi til
1 Í tilefni þess stofnaði Guðfræðistofnun Háskóla Íslands þverfaglegt rannsókn-
arverkefni um áhrif siðaskiptanna á kirkju, samfélag og menningu allt til þessa
dags. Felur það í sér rannsóknir á vettvangi guðfræði, sagnfræði, félagsfræði og
á fleiri sviðum hug-, mennta- og félagsvísinda, sem og þverfræðilegar rannsóknir
af ýmsum toga. „Þverfaglegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á kirkju,
samfélag og menningu í 500 ár“, 2017.is, 10. október 2012, sótt 8. júní 2015 af 2017.
hi.is. Þessi grein á rætur að rekja til málþings á vegum verkefnisins sem haldið var
28. maí 2015 undir fyrirsögninni „Hvenær urðum við lúthersk?“
2 Hér verður leitast við að nota heitin siðbót, siðaskipti og siðbreyting í sértækri
merkingu þannig að siðbót nái yfir umbótahugsjónir Lúthers og þeirra sem beittu
sér á svipaðan máta og hann. Heitið siðaskipti verður aftur á móti notað um þá
trúarpólitísku breytingu þegar lúthersk kirkjuskipan var innleidd á lögformlegan
hátt en siðbreyting um þá hægfara hugarfarssögulegu þróun er lútherskir siðir og
Ritið 2/2016, bls. 79–107