Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 83
82
1520–1521 eru hin eiginlegu siðbótarár. 1520 sendi Lúther frá sér
siðbótarritin þrjú, An den christlichen Adel deutscher Nation von des Standes
Besserung, De captivitate babylonica ecclesiæ præludium og Von der Freiheit
eines Christenmenschen auk ritsins Vom Papbsttum zu Rom wider den hochbe-
rühmten Romanisten þar sem grunninn að kirkjuskilningi hans er að finna.
Keisarakjör í Þýskalandi hafði tafið aðgerðir gegn Lúther og batt hendur
páfa við að brjóta siðbót hans á bak aftur. En í tengslum við keisaraskiptin
var samþykkt að bannfæringarbréf páfa yfir þýskum þegnum öðluðust ekki
gildi án innlendrar, veraldlegrar staðfestingar. Siðbótin tengdist þannig
pólitískri togstreitu milli páfa, keisara og þýskra fursta og festist í sessi. Á
jólaföstu þetta ár brenndi Lúther bannhótunarbréf páfa og eintak af kirkju-
rétti miðaldakirkjunnar. Eftir áramótin hafnaði hann því svo á ríkisþingi í
Worms að brjóta gegn samvisku sinni með að afturkalla kenningar sínar
nema sýnt væri fram á með hjálp Guðs orðs að honum hefði skjátlast.8 Þar
með varð ekki aftur snúið. Siðbót Lúthers var komin fram sem hreyfing
er hafa mundi ófyrirséð trúarleg, guðfræðileg, félagsleg og pólitísk áhrif.
Prenttæknin hafði líka þau áhrif að mögulegt var að varðveita og dreifa
hugmyndum og túlkunum með mun skilvirkara móti en verið hafði á mið-
öldum. Boðskapur Lúthers hafði því víðtækari áhrif en ella hefði orðið. Af
þessum sökum uxu líkur á að siðbótin breiddist út og öðlaðist áhrif utan
Þýskalands. Þá skipti miklu fyrir útbreiðslu hennar til kjarnasvæðis dansk-
norska ríkisins að Kristján (1503–1559) hertogi af Haderslev–Tørning
(frá 1525), síðar Kristján iii Danakonungur (frá 1534/6), var viðstaddur
þingið í Worms, snerist til lútherskrar trúar af heilum huga þá ef ekki
fyrr og tók snemma að beita sér fyrir að koma stefnumiðum siðbótarinnar
í framkvæmd í hertogadæmi sínu og síðar ríkinu öllu.9 Atburði áranna
1520–1521 má skoða sem nauðsynlegar forsendur þess að við Íslendingar
yrðum lúthersk en þá sköpuðust skilyrði fyrir að siðbótin yrði varanleg
guðfræðilegu áherslna sem Lúther mótaðist af á námsárum sínum og fræðastarfi
hans sjálfs eins og það blasir við í fyrirlestrum hans um Saltarann 1513–1515 en
þó einkum Rómverjabréfið 1515–1516. Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, bls.
34–38.
8 Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, bls. 39–46.
9 Martin Schwarz Lausten, Christian den 3. og kirken 1537–1559, Studier i den
danske reformationskirke 1, Kaupmannahöfn: Akademisk forlag, 1987, bls. 9–12,
31–33. Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark. Pavekirke, kongekirke,
folkekirke, 2. útg., Árósum: Landsforeningen af menighedsrådmedlemmer, 2008,
bls. 32–33.
HJALTi HUGASON