Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 88
87
upp og skerpa ýmsar kenningar hennar sem svar við siðbótinni. Markar sú
hreyfing upphaf rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem sérstakrar kirkjudeild-
ar. Loks var reynt að kæfa siðbótina með öllum hugsanlegum ráðum og
vinna „glötuð“ svæði að nýju til „réttrar“ trúar. Kallast slíkt víða re-katól-
iseríng. Þessa leið fór Jón Arason, síðasti miðaldabiskupinn í hinu forna
Þrándheims-erkibiskupsdæmi. Í því ljósi ber að skoða aðgerðir hans eftir
lát Gissurar Einarssonar. Sumarið 1550 lét hann mjög til sín taka í Skálholti
og lagði í september upp í úrslitaherför sína vestur á land í „ríki“ Daða
Guðmundssonar (1495–1563) í Snóksdal sem var eins konar veraldlegur
verndari íslensku siðbótarmannanna.25 Þessar aðgerðir hafa vakið vonir
í brjóstum margra um að „réttur“ málstaður næði þrátt fyrir allt að sigra.
Í hugum annarra hafa þær valdið glundroða og ótta þar sem þeim fylgdu
átök og bardagar með líkamsmeiðingum og manntjóni. Jón Halldórsson
(1665–1736), kirkjusöguritari í Hítardal, lýsti aðgerðum Jóns biskups síð-
asta sumarið sem hann lifði:
[...] hvar sem hann fór um stiptið skipaði hann að halda við makt
hinum forna átrúnaði og öllum pápískum siðum, framdi og sjálf-
ur vígslur, fermingar og annað þvílíkt, en fyrirbauð og forbannaði
strengilega þá nýju kenningu og kirkjusiði, sem voru eptir konungs-
ins ordinantiu, svo þá sýndist sem að mestu væri niðurkæft aptur
í Skálholtsstipti það skæra evangelii ljós og sáluhjálpleg guðs orða
kenning.26
Jón Egilsson (1548–1636?) í Hrepphólum lýsti dvöl Jóns Arasonar í
Skálholti aftur á móti svo í Biskupa annálum sínum:
Þar var biskup Jón viku með lestrum og saungum og barna-ferm-
íngum; hann vígði upp aptur alla kirkjuna, og hélt hana óhelga og
óhreina vegna siðaskiptisins, og vildi láta grafa herra Gizur upp
aptur og jarða hann í kirkjugarði, því hann væri hvorki kirkjugræfur
né hæfur; gengu þá margir þeir eldri honum til handa vegna sið-
anna.27
25 vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 237–252.
26 Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal: Með viðbæti i,
Sögurit ii, Reykjavík: Sögufélag, 1903–1910, bls. 97–98.
27 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar“, bls. 92–93. Jón Egilsson virðist aðeins lýsa
fyrirætlunum um uppgröft Gissurar. Jón í Hítardal bætti um betur og lýsti fram-
kvæmd: „En þá Jón Arason b[isku]p tók Skálholt undir sig anno 1550, hélt hann
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?