Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 89
88
Þessari ófriðsömu hrinu siðaskiptasögunnar lauk með aftöku Jóns Arasonar
og sona hans í nóvember þá um haustið.
1551 markar síðan lok siðaskiptatímans hér í þröngri, kirkjuréttarlegri
merkingu. 15. júní það ár undirrituðu 36 tignarmenn hollustueið við
Kristján iii á Oddeyri við Eyjafjörð undir eftirliti sendimanna konungs,
sjóliðsforingjanna Axels Juul af Willtorp og Kristofers Throndsson af
Epelholm, sem voru viðstaddir með heilan herflokk. Þar af voru 12 klerk-
ar. Í eiðnum fólst að sjálfsögðu einnig trúnaður við trúarpólitík konungs
og þar með kirkjuskipanina.28
Hér hafa verið raktir nokkrir lykilatburðir sem líta má á sem nauðsyn-
legar en misbeinar forsendur þess að hér yrðu siðaskipti og að Íslendingar
yrðu þar með lútherskir, auk helstu skrefanna í framrás siðaskiptanna.
Felast atburðirnir í að siðbótin kom fram, tengdist pólitískum markmiðum
af ýmsum toga, færðist norður á bóginn einkum fyrir tilverknað Kristjáns
iii og tók loks að hafa áhrif hér innanlands er leiddi til siðaskipta á ára-
tugnum 1541–1551. Hinu innlenda yfirliti er einnig ætlað að sýna að hér
var ekki um skyndilega breytingu að ræða heldur stigskipta þróun um daga
„íslenska skismans“ og rúmlega það þar sem skiptust á ógnaratburðir og
friðsamari tímabil.
Hvað er að vera lúthersk?
Skiptra skoðana kann að gæta um hvert vægi einstakir atburðir sem hér
voru tíundaðir höfðu í siðaskiptasögu okkar og hvaða ártöl hafi eiginlegt
gildi til viðmiðunar um hvenær við urðum lúthersk. Hvert sem mat okkar
er í því efni er ljóst að hér hefur verið beitt einhliða lýsandi aðferð í leit
að svari við þessari lykilspurningu greinarinnar. Sé reynt að nálgast við-
fangsefnið með aðferðum sem frekar geta kallast greinandi virðist nærtækt
að varpa fram fylgispurningu: Hvað er að vera lúthersk þjóð, lútherskt
Skálholts kirkju óhreina og óheilaga, s[v]o hann vígði hana upp aptur, bæði vegna
siðaskiptanna, og vegna þess að Gizur b[isku]p var grafinn í henni; sagði hann, sem
annar villumaður, væri hvorki kirkju hæfur né græfur, lét grafa hann upp aptur og
jarða fyrir utan kirkjugarð [...]“. Jón Halldórsson, Biskupasögur, bls. 63. Að sögn
Jóns Halldórssonar gekk Jón Arason því harðar fram í Skálholti en sagt er í Biskupa
annál sem er eldri heimild.
28 Íslenzkt fornbréfasafn/Diplomatarium Islandicum Xii, Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag, 1923–1932, bls. 263–270. vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að
ofan, bls. 260–261.
HJALTi HUGASON