Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 99
98
meðal annars litið til réttarfars og siðferðis. Á því sviði má með nokkrum
sanni segja að hin upprunalegu lúthersku áhrif séu að mestu horfin. Til að
mynda var hætt að dæma samkvæmt ákvæðum Stóradóms í áföngum á 19.
öld uns hann var að fullu afnuminn með nýjum refsilögum 1870.59 Á 19.
öld jókst enda einstaklingsfrelsi til muna á ýmsum sviðum þjóðlífsins, til
dæmis var hið illræmda vistarband sem skerti mjög atvinnufrelsi fólks að
mestu afnumið í lok hennar.60 Þá má benda á að hjúskaparlögum var breytt
2010 þannig að hjónaband rúmar nú ekki aðeins samband karls og konu
heldur og einstaklinga af sama kyni. Með þessu er ekki haldið fram að sú
breyting samræmist ekki grundvallaratriðum lútherskrar guðfræði heldur
kemur hér vissulega fram annar hjúskaparskilningur og fjölskyldusýn en
ríkti á hinu „klassíska“ lútherska tímabili.61 Enn ríkir þó sú skipan að ein-
staklingar í óvígðri sambúð erfa ekki hvor annan sem tengja má við hefð-
bundinn lútherskan fjölskylduskilning.62 Nú gætir líklega helst lútherskra
áhrifa í löggjöf í lögum um helgidagafrið.63
ýmsir hafa litið svo á að velferðarsamfélög Evrópu sem orðið hafa
háþróuðust á Norðurlöndum eigi rætur að rekja til samfélagshugmynda
Lúthers, meðal annars um almenningsfræðslu.64 Hvað svo sem um það
má segja er ljóst að hin norrænu velferðarkerfi eiga ekki fyrst og fremst
rætur að rekja til hugmynda Lúthers eða hins „há-lútherska“ tíma í sögu
Norðurlandanna. Lengst af hins lútherska skeiðs var fremur um félagsleg
59 Einar Laxness, Íslands saga s–ö, Alfræði vöku-Helgafells, Reykjavík: vaka-Helgafell,
1995, bls. 68.
60 Einar Laxness, Íslands saga s–ö, bls. 130–132.
61 Hjúskaparlög nr. 31/1993 (með á orðnum breytingum 2010). Hér er litið svo á að
„hið klassíska lútherska tímabil“ nái frá 17. öld og fram til þeirrar 20.
62 „Erfðalög 1962 nr. 8 14. mars“, althingi.is, 1. janúar 2015, sótt 11. ágúst 2015 af
http://www.althingi.is/lagas/144a/1962008.html.
63 Lög um helgidagafrið nr. 32/1997.
64 Heimir Steinsson, „Samfélagsáhrif siðbótarinnar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf. Erindi
flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess að
500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson o. a., Reykjavík: Hið
íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 103–117. Tim Knudsen telur að greina megi
ákveðinn eðlismun á velferðarkerfum norðan og sunnan markalínunnar milli hins
lútherska og kaþólska heims. Tim Knudsen, „Tilblivelsen af den universalistiske
velfærdsstat“, Den nordiske protestantisme og velfærdsstaten, ritstj. Tim Knudsen,
Árósum: AArhus Universitetsforlag, 2000, bls. 20–64, hér bls. 39–40. Sjá og Harald
Gustafsson, „Præsten som velfærdsforvalter i tidig moderne tid“, Den nordiske prote-
stantisme og velfærdsstaten, ritstj. Tim Knudsen, Árósum: AArhus Universitetsforlag,
2000, bls. 87–97, hér bls. 95–96.
HJALTi HUGASON