Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 100
99
samtryggingarkerfi en velferð að ræða. Markmið samtryggingarinnar var
að halda sem flestum yfir sárustu fátæktarmörkum þannig að þeir gætu séð
sjálfum sér og sínum að mestu farborða en yrðu ekki að öllu leyti byrði á
samfélaginu sem niðursetningar á framfæri sveitar.65 velferðarhugsjónina
má fremur rekja til hugmynda síðari alda um réttindi fólks til mannsæm-
andi lífs. Þar á meðal baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjör-
um.66 Frekar má rekja almenningsfræðsluna sem er mikilvægur hluti vel-
ferðar til skírnar- eða kverfræðslu lúthersku kirkjunnar og þá ekki síst
krafna píetista á 18. öld um aukna þekkingu og skilning í kristnum fræðum
sem leiddu til átaks í lestrarkennslu og síðar almenns læsis.67 Hinu lúth-
erska skeiði á sviði almenningfræðslu lauk aftur á móti á öndverðri 20. öld.
Með fræðslulögum 1907 var mjög dregið úr eftirlitshlutverki presta með
almenningsfræðslu og þar með skilið á milli kirkju og skóla. Sú stefnu-
mörkun kann þó að hafa haft takmarkaða þýðingu vegna áherslubreytingar
í fræðslumálum á árunum 1917–1922.68 Með nýjum fræðslulögum 1926
var stefnan frá 1907 ítrekuð. Þá var jafnframt greint á milli þeirra krafna
sem gerðar voru í kristnum fræðum til fullnaðarprófs upp úr barnaskól-
um og við fermingu. Skólinn skyldi annast sögulega kristindómsfræðslu
(einkum biblíusögukennslu) sem væri aðgreind frá fermingar- eða skírn-
arfræðslu kirkjunnar.69
Af þeim fáu dæmum sem hér hafa verið nefnd má færa að því rök að
hinu lútherska skeiði í sögu okkar hafi lokið einhvern tímann á tímabilinu
frá síðari hluta 19. aldar fram á fyrstu áratugi hinnar 21. Á fyrri hluta þess
tímabils (19. öld og fyrri hluta þeirrar 20.) var hið fasta kerfi trúarháttanna
65 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Saga og samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar,
ritstj. Guðmundur Hálfdanarson o.a., Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Ís-
lands, Sögufélag, 1997, bls. 104–109.
66 Tim Knudsen, „Tilblivelsen af den universalistiske velfærdsstat“, bls. 25. Sjá þó
Tim Knudsen, „indledning“, Den nordiske protestantisme og velfærdsstaten, ritstj.
Tim Knudsen, Árósum: AArhus Universitetsforlag, 2000, bls. 7–19, hér bls 9–10.
Sjá og Tim Knudsen, „Tilblivelsen af den universalistiske velfærdsstat“, bls. 26.
67 Tim Knudsen, „Tilblivelsen af den universalistiske velfærdsstat“, bls. 50–51.
68 Loftur Guttormsson, „Sundurleit skólaskipan 1907–1945“, Skólahald í bæ og sveit
1880–1945, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007 i, ritstj. Loftur Guttormsson,
Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands, Háskólaútgáfan, 2008, bls. 74–159, hér bls.
102–105.
69 Loftur Guttormsson, „Sundurleit skólaskipan“, bls. 110. Ólafur Rastrick, „Hefð-
bundnar kjarnagreinar“, Skólahald í bæ og sveit 1880–1945, Almenningsfræðsla á
Íslandi 1880–2007 i, ritstj. Loftur Guttormsson, Reykjavík: Kennaraháskóli Ís-
lands, Háskólaútgáfan, 2008, bls. 180–192, hér bls. 187–190.
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?