Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 108
107
ú T D R Á T T U R
Hvenær urðum við lúthersk og hvenær hættum við að vera það?
Leit að viðmiðum í siðaskiptasögu Íslendinga
Í greininni er glímt við ýmsar spurningar sem lúta að því hvenær íslenska þjóðin
hafi orðið lúthersk. Í framhaldi verður vakin sú spurning hvort þjóðin geti enn talist
lúthersk og ef svo skyldi ekki reynast hvenær hún hafi þá hætt að vera það.
Í fyrri hluta greinarinnar er beitt lýsandi aðferð í leit að svari við því hvenær hið
lútherska skeið hefjist í sögu Íslendinga. Í síðari hlutanum er beitt aðferðum sem
frekar geta kallast greinandi. Þar er m.a. glímt við spurninguna: Hvað er að vera
lúthersk þjóð, lútherskt samfélag eða lútherskt ríki?
Niðurstaða höfundar er að siðaskiptin hafi gengið hér yfir í nokkrum bylgjum á
mismunandi sviðum og að þau hafi því falist í langri, stigskiptri þróun. Hér er nið-
urstaðan sú að einhvern tímann á tímabilinu frá síðari hluta 16. aldar til fyrri hluta
þeirrar 17. megi líta svo á að Íslendingar hafi í flestu tilliti orðið lúthersk þjóð. Þá
telur höfundur að hinu lútherska skeiði í sögu þjóðarinnar sé þegar lokið á ýmsum
sviðum. Litið er svo á að lútherska skeiðið hafi staðið frá um 1600 og fram undir
2000 og að tími einveldisins marki þar ákveðna sérstöðu.
Lykilorð: Kirkjusaga, siðaskipti, Lútherstrú, trúarfélagsfræðileg þróun
A B S T R A C T
The Lutheran Period in Iceland
Some Criteria in the History of the Reformation
This article deals with a number of questions regarding when the icelandic nation
became Lutheran. Following that the question of whether the nation can still be
considered to be Lutheran will be discussed.
The first part of the article used a descriptive method in the search of the answer
to the question of when the Lutheran era begins in icelandic history. The second
part applies a more analytic method. Among the questions that are discussed are:
What is a Lutheran nation, a Lutheran society or a Lutheran state?
The conclusion of the author is that the reformation in iceland came in to being
in several waves in different areas and that the reformation therefore was a long and
tiered development. it is therefore the conclusion that the icelandic nation became
a Lutheran nation, in most respects, during the period from the late 16th century
to the first half of the 17th century. it is also the conclusion of the author that the
Lutheran era is already ended in various fields. it is therefore understood that the
Lutheran era in iceland lasted from about 1600 to 2000, and that the period of the
monarchy has certain distinctiveness.
Keywords: Church history, reformation, Lutherianism, religio-sociological changes
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?