Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 110
109
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
„ómstríður taktur kvikra strengja“
Um Hin hálu þrep Bjarna Bernharðs
og sitthvað sem þeim tengist
I
Þetta er höfuðeinkenni vestrænnar menningar: hún er geðklofa, af
því að hún kýs að tvístra reynslunni í smábrot og einangra ákveðin
svið hennar hvert frá öðru.1
Það var rithöfundurinn og fræðimaðurinn John vernon sem komst þannig
að orði árið 1973. Síðan þá hefur ansi margt gerst, bæði í rannsóknum á
líkamseinkennum mannskepnunnar og í bókmenntum og samfélagi. En
naumast hefur dregið úr þeim einkennum menningarinnar sem leiða huga
manna að skitsófreníu, a.m.k. ekki ef marka má ýmsar íslenskar skáldsög-
ur á síðustu áratugum, t.d. Engla alheimsins, þar sem sameinkenni kalda
stríðsins og geðklofa aðalpersónunnar eru dregin fram eða Heimsku þar
sem eftirlit með einstaklingum er ekki ranghugmynd, bundin takmarka-
lausum ótta og vænissýki, heldur samfélagsfyrirbæri sem eyðir beinlínis
mörkunum á milli einkasviðs og opinbers sviðs þannig að allt er til sýnis.2
1 John vernon: The Garden and the Map: Schizophrenia and the Twentieth-Century
Literature and Culture, Urbana, Chicago og London: University of illinois Press,
1973, bls. xi. Á ensku segir: „This is the defining characteristic of Western culture:
it is schizophrenic, in that it chooses to fragment its experience and seal certain
areas off from each other.“ Tilvitnun í heiti greinarinnar er sótt í ljóð Bjarna Bern-
harðs „Sköpun“ en ljóðlínuskil þá höfð að engu, sjá Bjarni Bernharður, Tímaþræðir,
Reykjavík: Egoútgáfan 2013, bls. 29.
2 Einar Már Guðmundsson, Englar alheimsins, Reykjavík: Mál og menning 1995 og
Eiríkur Örn Norðdahl, Heimska, Reykjavík: Mál og menning 2015. – Nefnt skal
að orðin geðklofi og skitsófrenía verða hér notuð á víxl þó að ýmsir hafi amast við
orðinu skitsófrenía síðustu ár, sbr. Norman Sartorius o.fl., „Name Change for
Schizophrenia“, Schizophrenia Bulletin 2/2014, bls. 255–258 og Bill George og A.
A. Klijn, „A modern name for schizophrenia (PSS) would diminish self-stigma“,
Psychological medicine 7/2013, bls.1555–1557.
Ritið 2/2016, bls. 109–136